Innlent

Lög­regla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er alltaf nóg að gera á föstudagskvöldum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er alltaf nóg að gera á föstudagskvöldum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm

Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Alls voru 88 mál skráð í nótt og dvelja átta í fangaklefa þegar þetta er skrifað. Í umdæmi lögreglustöðvar eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni, vesturbænum og Seltjarnarnesi var tilkynnt um innbrot í geymslu í fjölbýli. Svo virtist sem að búið hefði verið að reyna að fara í nær allar geymslur í fjölbýlinu en tjón var á flestum hurðum. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.

Í sama umdæmi var einnig tilkynnt um slagsál á Ingólfstorgi þegar skemmtistaðir voru að loka snemma í morgun. Árásaraðilarnir höfðu þó látið sig hverfa áður en lögregla kom á vettvang.

Í umdæmi lögreglustöðvar tvö sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ var tilkynnt um umferðarslys. Ekið hafði verið á ljósastaur. Bíllinn var nokkuð skemmdur en ökumaður slapp með minniháttar meiðsli að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×