Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 22:25 Bíllinn verður hundrað ára gamall 2. júlí 2026. Talsverðar skemmdir urðu á honum í brunanum. Facebook Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“ Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“
Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira