Garðabær

Ólafur tilkynnti um ákvörðun sína í gær | Rúnar Páll verður áfram
Í gærkvöldi greindi Ólafur Jóhannesson forráðamönnum Stjörnunnar frá því að hann óskaði eftir því að hætta

Ólafur hættur hjá Stjörnunni
Eftir aðeins eitt tímabil í Garðabænum er Ólafur Jóhannesson hættur þjálfun karlaliðs Stjörnunnar.

Kristján framlengir í Garðabænum
Kristján Guðmundsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.

Einn fluttur til skoðunar eftir árekstur á Arnarneshæð
Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir árekstur á Arnarneshæð í kvöld.

IKEA lokar vegna hertra aðgerða
Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur.

Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ
Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018.

Stjörnumenn fengu glaðning á 60 ára afmæli félagsins
Stjarnan fagnar 60 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni dagsins fengu stuðningsmenn félagsins glaðning.

Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis.

„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“
Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum.

María Meðalfellsgæs flutt á Bessastaði
María Meðalfellsgæs hefur fengið heimili á Bessastöðum. Fyrr í vikunni leitaði Dýrahjálp Íslands eftir einhverjum til að taka Maríu að sér en henni gekk illa að ná að fóta sig í borgarlífinu.

Skólastefna fortíðar til framtíðar?
Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins.

Ætlar í framboð: „Sjálfstæðismenn í Garðabæ vita alveg að ég ætla skipta þeim út“
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Ingó selur raðhúsið á Álftanesi
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur sett endaraðhús við Hólmatún á Álftanes á sölu.

Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ
Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna.

IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð
IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun.

Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi við Heydalsveg
Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi við Heydalsveg þann 4. október var Halldór Erlendsson.

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit
Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.

Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin
Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi.

Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu
Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag.

Annar íbúi smitaður á Hrafnistu
Íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist í dag með kórónuveiruna.

IKEA lokar veitingastaðnum
IKEA á Íslandi hefur ákveðið að loka veitingastaðnum og kaffihúsið í ljósi hertra aðgerða heilbrigðisyfirvalda.

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold
Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Loftslagsmálin og sveitarfélagið mitt
Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin.

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Menntakerfi fjölbreytileikans
Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám.

Leikskóla í Garðabæ lokað eftir smit hjá starfsmanni
Leikskólanum Ökrum í Garðabæ hefur verið lokað eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna.

Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma
Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu.

Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu.

Sagan endalausa
Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið.