Gleðilegt ár? Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2022 08:30 Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun