Gleðilegt ár? Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2022 08:30 Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun