Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 14:06 Unnið er að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang á ný. ON Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum. Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum.
Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58