Töluverður erill hjá lögreglu: Hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 07:25 Lögreglan hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira