Hrannar Bragi vill 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2022 10:49 Hrannar Bragi Eyjólfsson. Aðsend Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira