Tryggingar

Fréttamynd

Ó­dýr­ast­a trygg­ing­a­fé­lag­ið á hlut­a­bréf­a­mark­að­i sé „líklega“ TM

Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum.

Innherji
Fréttamynd

Sjó­vá dregið úr vægi skráðra hluta­bréfa um fjórðung á árinu

Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Sú stóra er framundan

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli.

Skoðun
Fréttamynd

Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla

Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos hafið - Er heimilið tryggt?

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax.

Skoðun
Fréttamynd

Hve­nær á að sækja um hjá Trygginga­stofnun?

Hvernig myndum við lýsa vel heppnuðu opinberu kerfi? Ætli við getum ekki verið sammála um að slíkt kerfi þurfi að styðja við þau sem þurfa á stuðningi að halda? Það þarf væntanlega að vera sanngjarnt, þó svo endalaust verði eflaust deilt um hvað telst nógu sanngjarnt.

Skoðun
Fréttamynd

Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga

Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Fýsi­legasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Ís­lands­banka

Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.

Innherji
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa um stöðu trygginga­taka: „Við höfum haft á­hyggjur af þessu fé­lagi lengi“

Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­mat VÍS hækk­ar í ljós­i hærr­a vaxt­a­stigs og stærr­a eign­a­safns

Jakobsson Capital verðmetur tryggingafélagið VÍS níu prósentum hærra en sem nemur markaðsgengi um þessar mundir. Samsett hlutfall félagsins var hátt á fyrsta ársfjórðungi eða 110,4 prósent. Það þýðir að iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og rekstrarkostnaði. Tvö stór tjón leiddu til þess að hlutfallið var fjórum prósentum stigum hærra en ella og kostnaður við forstjóraskipti og samrunaviðræður við Fossa jafngildir tveimur prósentustigum í samsettu hlutfalli, segir hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Tekur fyrir deilu um fjár­hæð bóta fyrir varan­lega ör­orku eftir um­ferðar­slys

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir slys á snjó­sleða

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sitja ein í súpunni og þrífa skítinn

Hjón í Kópavogi þrífa skólp af heimili sínu vopnuð kolagrímum og sitja uppi með milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að úrgangur flæddi inn í hús þeirra. Tryggingafélag hafnar bótaskyldu og fjölskyldan segir engin svör berast frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Heildartjónið nemur 150 milljónum króna

Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. 

Innlent
Fréttamynd

Langþráð úttekt á tryggingamarkaði

Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi.

Skoðun