Munu skoða að losna strax við TM Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:53 Jón Gunnar vill losna við TM. Þórdís Kolbrún vill það líka en er komin yfir í utanríkisráðuneytið. Vísir Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bankasýslan birti í dag viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Það helsta sem kom þar fram er að öllu bankaráði Landsbankans verður skipt út á aðalfundi þann 19. apríl næstkomandi. Gætu litið til sölu eða skráningar TM Í bréfi til ráðherra segir að að aðalfundi loknum muni Bankasýslan óska eftir fundi með nýju bankaráði. Á þeim fundi hyggist stofnunin leggja áherslu á að bankaráðið meti viðskiptin með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga og meta þá valkosti sem bankinn hefur í stöðunni með hliðsjón af ákvæðum laga og eigandastefnu ríkisins. Jafnframt muni Bankasýsla ríkisins ítreka mikilvægi þess að bankaráðið fari eftir ákvæðum eigandastefnu ríkisins og samningi bankans við stofnunina. Bankasýsla ríkisins telji að bankaráð Landsbankans gæti til dæmis litið til sölu á TM til þriðja aðila, frumútboðs á hlutum í félaginu, útgreiðslu hluta til eigenda eða endurskipulagningar starfsþátta innan samsteypu bankans og TM. Bankasýsla ríkisins lýsir sig reiðubúna til að funda með ráðherra til að ræða nánar skýrslu stofnunarinnar og annað sem málið varðar. Þórdís Kolbrún vildi losa um eignarhaldið sem allra fyrst Í bréfi þáverandi fjármálaráðherra dagsettu þann 5. apríl síðastliðinn sagði að ráðherra væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Fram hafi komið að tilboð bankans hafi verið án fyrirvara af hans hálfu. Af því verði ráðið að það kunni að vera erfiðleikum háð að viðskiptin verði látin ganga til baka eða þeim rift af kaupanda. Ekki hafi þó verið endanlega úr því skorið. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Fjármálafyrirtæki Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bankasýslan birti í dag viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Það helsta sem kom þar fram er að öllu bankaráði Landsbankans verður skipt út á aðalfundi þann 19. apríl næstkomandi. Gætu litið til sölu eða skráningar TM Í bréfi til ráðherra segir að að aðalfundi loknum muni Bankasýslan óska eftir fundi með nýju bankaráði. Á þeim fundi hyggist stofnunin leggja áherslu á að bankaráðið meti viðskiptin með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga og meta þá valkosti sem bankinn hefur í stöðunni með hliðsjón af ákvæðum laga og eigandastefnu ríkisins. Jafnframt muni Bankasýsla ríkisins ítreka mikilvægi þess að bankaráðið fari eftir ákvæðum eigandastefnu ríkisins og samningi bankans við stofnunina. Bankasýsla ríkisins telji að bankaráð Landsbankans gæti til dæmis litið til sölu á TM til þriðja aðila, frumútboðs á hlutum í félaginu, útgreiðslu hluta til eigenda eða endurskipulagningar starfsþátta innan samsteypu bankans og TM. Bankasýsla ríkisins lýsir sig reiðubúna til að funda með ráðherra til að ræða nánar skýrslu stofnunarinnar og annað sem málið varðar. Þórdís Kolbrún vildi losa um eignarhaldið sem allra fyrst Í bréfi þáverandi fjármálaráðherra dagsettu þann 5. apríl síðastliðinn sagði að ráðherra væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni, fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Fram hafi komið að tilboð bankans hafi verið án fyrirvara af hans hálfu. Af því verði ráðið að það kunni að vera erfiðleikum háð að viðskiptin verði látin ganga til baka eða þeim rift af kaupanda. Ekki hafi þó verið endanlega úr því skorið.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Fjármálafyrirtæki Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent