Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 15:25 Búið var að moka snjó upp að og undir bíl Þóris þegar hann kom erlendis frá Þórir Brynjúlfsson Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir. Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir.
Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira