Íran Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. Erlent 4.6.2021 14:24 Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. Erlent 31.5.2021 18:28 Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Erlent 28.5.2021 21:55 Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Erlent 12.5.2021 11:18 Stórtækustu böðlarnir utan Kína í Miðausturlöndum Fjögur af þeim fimm ríkjum sem tóku flesta af lífi í fyrra eru Miðausturlönd. Saman stóðu Íran, Egyptaland, Írak og Sádi-Arabía fyrir nærri því níu af hverjum tíu aftökum sem vitað er um með vissu í heiminum samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Erlent 21.4.2021 13:43 Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Erlent 16.4.2021 14:17 Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín. Erlent 12.4.2021 09:47 Segja hryðjuverkaárás hafa verið gerða á kjarnorkuver í Íran Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu. Erlent 11.4.2021 19:15 Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Erlent 2.4.2021 23:33 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. Erlent 17.3.2021 09:25 Látin laus eftir fimm ára afplánun Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar. Erlent 7.3.2021 23:00 Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. Erlent 3.3.2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Erlent 1.3.2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Erlent 25.2.2021 15:02 Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Erlent 19.2.2021 17:07 Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. Erlent 16.2.2021 13:15 Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur. Erlent 5.1.2021 07:46 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Erlent 4.1.2021 14:06 Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Erlent 1.1.2021 22:20 Minnst tíu látnir eftir snjóflóð í Alborz-fjöllum Minnst tíu fjallaklifrarar eru látnir eftir að hafa lent í snjóflóði í Alborz-fjöllum í Íran. Fregnir herma að minnst sjö til viðbótar sé enn saknað eftir að snjóflóð féllu í kjölfar snjóstorms í Albroz-fjöllum norður af Tehran, höfuðborg Írans. Erlent 27.12.2020 15:41 Íranskur blaðamaður tekinn af lífi Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum. Erlent 12.12.2020 22:41 Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Erlent 7.12.2020 15:26 Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Erlent 3.12.2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Erlent 3.12.2020 11:43 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Erlent 28.11.2020 07:40 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 27.11.2020 15:05 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. Erlent 25.11.2020 15:49 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Erlent 22.11.2020 21:00 Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. Erlent 14.11.2020 14:48 Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. Erlent 8.11.2020 19:48 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 21 ›
Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. Erlent 4.6.2021 14:24
Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. Erlent 31.5.2021 18:28
Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Erlent 28.5.2021 21:55
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Erlent 12.5.2021 11:18
Stórtækustu böðlarnir utan Kína í Miðausturlöndum Fjögur af þeim fimm ríkjum sem tóku flesta af lífi í fyrra eru Miðausturlönd. Saman stóðu Íran, Egyptaland, Írak og Sádi-Arabía fyrir nærri því níu af hverjum tíu aftökum sem vitað er um með vissu í heiminum samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Erlent 21.4.2021 13:43
Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Erlent 16.4.2021 14:17
Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín. Erlent 12.4.2021 09:47
Segja hryðjuverkaárás hafa verið gerða á kjarnorkuver í Íran Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu. Erlent 11.4.2021 19:15
Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Erlent 2.4.2021 23:33
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. Erlent 17.3.2021 09:25
Látin laus eftir fimm ára afplánun Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar. Erlent 7.3.2021 23:00
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. Erlent 3.3.2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Erlent 1.3.2021 10:43
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Erlent 25.2.2021 15:02
Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Erlent 19.2.2021 17:07
Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. Erlent 16.2.2021 13:15
Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur. Erlent 5.1.2021 07:46
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Erlent 4.1.2021 14:06
Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Erlent 1.1.2021 22:20
Minnst tíu látnir eftir snjóflóð í Alborz-fjöllum Minnst tíu fjallaklifrarar eru látnir eftir að hafa lent í snjóflóði í Alborz-fjöllum í Íran. Fregnir herma að minnst sjö til viðbótar sé enn saknað eftir að snjóflóð féllu í kjölfar snjóstorms í Albroz-fjöllum norður af Tehran, höfuðborg Írans. Erlent 27.12.2020 15:41
Íranskur blaðamaður tekinn af lífi Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum. Erlent 12.12.2020 22:41
Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Erlent 7.12.2020 15:26
Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Erlent 3.12.2020 18:26
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Erlent 3.12.2020 11:43
Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Erlent 28.11.2020 07:40
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 27.11.2020 15:05
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. Erlent 25.11.2020 15:49
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Erlent 22.11.2020 21:00
Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. Erlent 14.11.2020 14:48
Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. Erlent 8.11.2020 19:48