„Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Hjúkrunarfræðingur og aðstandi 88 ára gamals manns, sem hefur beðið í rúma tvo mánuði á spítala eftir hjúkrunarrými, segir núverandi heilbrigðiskerfi ekki nógu gott fyrir eldra fólk. Hjúkrunarrými skorti en aðrir Innlent 31.7.2025 00:12
Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Innlent 30.7.2025 22:14
Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Kanada er nú komið í hóp þeirra ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þetta tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra í kvöld. Erlent 30.7.2025 22:08
Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknir vara einstaklinga við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá aðilum sem ekki hafa til þess leyfi. Í Bretlandi hafi borist tilkynningar um alvarlegar bótúlíneitranir en hefur embættið upplýsingar um að vörur með slíku efni hafi verið fluttar ólöglegar til landsins. Innlent 30.7.2025 19:06
„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa verið rassskelltan af Helga Seljan í viðtali um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. Innlent 30.7.2025 19:06
Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Innlent 30.7.2025 18:32
Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnaði á olíu úr beltagröfu í Hafnarfirði. Málið er til rannsóknar en undanfarna daga hefur mikið borið á olíustuldri. Innlent 30.7.2025 18:10
„Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. Innlent 30.7.2025 18:08
Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau endurtekið ofbeldi. Hálfbróðir konunnar krefst þess að hún verði svipt erfðarétti sínum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 30.7.2025 18:00
„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Innlent 30.7.2025 17:39
Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Landeigendur við Þjórsá hafa lagt fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Hvammsvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfismála. Þeir krefjast þess að virkjanaframkvæmdirnar verði stöðvaðar án tafar. Innlent 30.7.2025 16:43
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. Erlent 30.7.2025 16:25
Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsir eftir upplýsingum um óþekktan mann. Innlent 30.7.2025 15:28
Gargaði á flokksfélaga sína Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Erlent 30.7.2025 15:19
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 30.7.2025 14:42
Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Eldur kviknaði í nýbyggingu sem verið er að reisa við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í dag. Innlent 30.7.2025 14:29
Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Innlent 30.7.2025 13:53
Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt. Erlent 30.7.2025 13:03
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. Innlent 30.7.2025 12:11
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Innlent 30.7.2025 12:01
Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Innlent 30.7.2025 12:01
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. Erlent 30.7.2025 11:45
Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Í hádegisfréttum fjöllum við um skjálftann stóra sem reið yfir í Kyrrahafi undan ströndum Rússlands í gærkvöldi. Innlent 30.7.2025 11:37
Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Erlent 30.7.2025 11:02