Kristrún til Grænlands Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er haldin af stað til Grænlands í opinbera vinnuheimsókn. Innlent 20.10.2025 20:07
„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Innlent 20.10.2025 19:43
Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Innlent 20.10.2025 18:49
Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent 20.10.2025 16:48
Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Erlent 20.10.2025 15:38
Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, neitar enn að gera nýkjörinni þingkonu kleift að taka sér sæti á þingi. Rétt tæpur mánuður er síðan hún var kjörin í embætti en Johnson hefur ekki leyft henni að sverja embættiseið. Erlent 20.10.2025 15:35
Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. Erlent 20.10.2025 14:16
Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára. Innlent 20.10.2025 14:05
Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar. Innlent 20.10.2025 14:04
Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt. Innlent 20.10.2025 13:56
Tegundin sé líklega komin til að vera Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með. Innlent 20.10.2025 12:40
Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Formaður Kennarasambands Íslands segir dæmi um nemendur á öllum skólastigum sem ráðast á kennara sína. Skóli án aðgreiningar sé ekki vandamálið, heldur þurfi að styrkja verkefnið frekar. Innlent 20.10.2025 12:16
Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Innlent 20.10.2025 12:14
Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Moskítóflugan er komin til Íslands. Skordýraáhugamaður í Kjós fékk flugur af tegundin af báðum kynjum í heimsókn um helgina. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni klukkan tólf. Innlent 20.10.2025 11:53
Götulokanir vegna kvennaverkfalls Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október. Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá tíu að morgni til fimm síðdegis. Innlent 20.10.2025 11:35
Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Erlent 20.10.2025 11:07
Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Um klukkan hálf ellefu hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar mældust yfir þremur að stærð og þeim hafa fylgt nokkrir eftirskjálftar. Innlent 20.10.2025 11:04
Skikkar bændur í meirapróf Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega. Innlent 20.10.2025 10:49
Moskítóflugan mætt til Íslands Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. Innlent 20.10.2025 10:01
Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Erlent 20.10.2025 08:44
Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum. Innlent 20.10.2025 08:41
Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag. Innlent 20.10.2025 08:06
Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, mun greina frá nýjum aðgerðum til að sporna gegn drónum í ræðu í dag. Samkvæmt BBC mun hermönnum til að mynda verða veitt heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum. Erlent 20.10.2025 07:53
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. Erlent 20.10.2025 07:36
Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. Erlent 20.10.2025 07:09