Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. Innlent 25.12.2024 16:57
Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. Innlent 25.12.2024 16:34
Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Innlent 25.12.2024 15:01
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Innlent 25.12.2024 11:42
Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. Erlent 25.12.2024 09:01
Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Frans páfi opnaði dyr Péturskirkju í gærkvöldi og ýtti þannig júbileumsári kaþólsku kirkjunnar úr vör. Áætlað er að á fjórða tug milljóna pílagríma muni gera sér ferð til Rómarborgar á næsta ári, sem er svokallað fagnaðarár. Erlent 25.12.2024 08:57
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. Erlent 25.12.2024 07:52
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. Veður 25.12.2024 07:32
Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.12.2024 07:13
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24.12.2024 16:01
Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegum víða um landið vegna veðurs. Varað er við því að vegir gætu lokast með litlum fyrirvara. Innlent 24.12.2024 15:59
Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. Erlent 24.12.2024 14:39
Varað við ferðalögum víða um land Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld vegna veðurs og gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða í kvöld og í nótt. Sannkallaður jólastormur er í aðsigi og upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk til að halda sig heima með konfekt í skál í kvöld. Innlent 24.12.2024 13:28
Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla. Innlent 24.12.2024 12:45
Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Innlent 24.12.2024 12:01
Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Týnda hálsmen Tolla er komið í leitirnar. Sá sem keypt hafði hálsmenið alls ómeðvitaður um að það væri þýfi hafði samband við Tolla skömmu eftir að greint var frá því og fær Tolli því menið aftur í snemmbúna jólagjöf. Innlent 24.12.2024 11:56
Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf. Innlent 24.12.2024 11:47
Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða. Innlent 24.12.2024 11:30
Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Innlent 24.12.2024 11:01
Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kólumbíski kókaínbraskarinn Fabio Ochoa Vasquez, sem var einn af stofnendum Medellínhringsins, er frjáls ferða sinna eftir að hafa setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl í tuttugu ár. Erlent 24.12.2024 11:01
Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Nóg var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt og voru 116 útköll skráð. Næturvaktin fór í 42 þeirra. Innlent 24.12.2024 10:20
Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Mette Frederiksen óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins. Innlent 24.12.2024 10:20
Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Alternative für Deutschland, öfgahægriflokkurinn sem árásarmaðurinn sem drap fimm er hann ók sendibíl á gesti jólamarkaðar í Madgeburg studdi, stóð fyrir minningaviðburði í gær vegna voðaverkanna. Þar var gert ákall eftir brottvísunum og lokuðum landamærum, orðræða sem svipar til viðhorfa árásarmannsins. Erlent 24.12.2024 09:32
Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Aðfangadagur jóla er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa rjómann í sósuna og jólagjöfina sem gleymdist að kaupa. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24.12.2024 08:08