Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Þrír erlendir ríkisborgarar munu þurfa að dúsa í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót þar sem lögregla grunar þá um hafa komið hingað til lands til að fremja auðgunarbrot og hafa háar fjárhæðir af öldruðu fólki. Innlent 20.12.2025 21:06
Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bandaríkjamenn hafa stöðvað og lagt hald á skip á alþjóðahafsvæði undan strönd Venesúela en þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti setti hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. Innlent 20.12.2025 20:42
Bindur vonir við Vor til vinstri Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það. Innlent 20.12.2025 19:29
Pútín sagður hafa valið Witkoff Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Erlent 20.12.2025 12:47
„Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps kveðst vonsvikin vegna þess sem hann lýsir sem aðgerðarleysi stjórnvalda þegar það kemur að því að reisa sjóvarnir austan við Vík. Að öllu óbreyttu muni þjóðvegurinn fara í sundur að hans mati. Innlent 20.12.2025 12:40
Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu. Innlent 20.12.2025 11:45
Morgundagurinn sá stysti á árinu Dagurinn á morgun, sunnudagur, verður sá stysti á árinu á norðurhveli jarðarinnar. Hér á Íslandi fáum við dagsbirtu í eingöngu rétt rúma fjóra tíma á morgun en við getum þó huggað okkur við það að eftir það verður hver dagurinn lengri en sá sem kom á undan. Innlent 20.12.2025 11:26
Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Bílaleiga Akureyrar, Höldur, hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að frá og með áramótum muni fyrirtækið innheimta aukalegar 1550 krónur af viðskiptavinum sem eru með bíla í langtímaleigu hjá fyrirtækinu. Innlent 20.12.2025 10:10
Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gær árásir á um sjötíu skotmörk sem talin eru tengjast starfsemi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Markmiðið var að hefna fyrir dauða tveggja bandarískra hermanna og túlks í árás í síðustu viku. Erlent 20.12.2025 09:52
Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Útlit er fyrir stífa sunnanátt með talsverðri rigningu á aðfangadag jóla í Reykjavík. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að átján metrum á sekúndu í borginni. Innlent 20.12.2025 09:48
Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. Erlent 20.12.2025 08:48
Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem sagður er hafa átt í átökum við dyraverði í miðbænum og var hann færður á lögreglustöð. Þar var þó ákveðið að sleppa manninum, þar sem dyraverðirnir kærðu hann ekki. Innlent 20.12.2025 07:28
Svona á að raða í uppþvottavélina Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál. Innlent 19.12.2025 23:23
Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. Erlent 19.12.2025 23:16
„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. Innlent 19.12.2025 22:30
Talinn hafa komið til landsins til að stela Karlmanni hefur verið vísað úr landi en hann var staðinn að því að stela. Talið er að hann hafi komið til landsins til að stunda brotastarfsemi. Innlent 19.12.2025 21:50
Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Styttu af Snorkstelpunni úr Múmínálfaheiminum verður komið aftur fyrir í Ævintýraskóginum í Kjarnaskógi. Fjarlægja þurfti styttuna þar sem að persónan er höfundarréttarvarin. Hún snýr formlega aftur á jólaskemmtun félagsins. Innlent 19.12.2025 21:31
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19.12.2025 20:15
Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Innlent 19.12.2025 20:00
Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. Innlent 19.12.2025 18:54
Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. Innlent 19.12.2025 18:30
Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. Innlent 19.12.2025 18:11
Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. Innlent 19.12.2025 17:56
Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Innlent 19.12.2025 17:04