Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 10.11.2025 08:32
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Erlent 10.11.2025 07:52
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10.11.2025 07:07
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Veður 9.11.2025 20:25
Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. Innlent 9.11.2025 18:44
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31
Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent 9.11.2025 18:10
„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. Innlent 9.11.2025 17:43
Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. Erlent 9.11.2025 17:18
Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9.11.2025 16:04
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. Erlent 9.11.2025 15:03
„Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Innlent 9.11.2025 14:09
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9.11.2025 13:15
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04
„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 12:29
Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna hefur gengið vonum framar. Landsmenn virðast margir hafa sópað til sín köllum í kjölfar frétta af niðrandi athugasemdum um húðlit Neyðarkallsins. Síðasti söludagurinn er í dag. Innlent 9.11.2025 12:00
Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 11:41
Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 9.11.2025 11:38
Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun. Innlent 9.11.2025 11:01
Þriggja stiga skjálfti í Öskju Jarðskjálfti í Öskju að stærðinni 3,5 mældist í Öskju í morun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir á eldstöðinni. Innlent 9.11.2025 11:00
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08
Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Á ríkislögreglustjóri að segja af sér? Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Horfa Bandaríkjamenn fram á efnahagshrun? Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. Innlent 9.11.2025 10:04
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 9.11.2025 09:34
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. Innlent 9.11.2025 09:11