Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum

Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknir vara einstaklinga við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá aðilum sem ekki hafa til þess leyfi. Í Bretlandi hafi borist tilkynningar um alvarlegar bótúlíneitranir en hefur embættið upplýsingar um að vörur með slíku efni hafi verið fluttar ólöglegar til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lét högg og spörk dynja á for­eldrunum í tíu klukku­stundir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf senni­lega að moka þennan bíl upp“

Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka tengsl þyngdar­stjórnunar­lyfja við bráða bris­bólgu

Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja.

Erlent
Fréttamynd

Gargaði á flokks­fé­laga sína

Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi.

Erlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjór­tán sekúndur

Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar til­lögu Sigur­jóns og segir veiðiráðgjöf Haf­ró ranga

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“

Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi

Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum.

Erlent