Fréttir

Fréttamynd

Bein út­sending: Heims­þing kven­leið­toga – fyrri dagur

Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

For­stöðu­maður BBC segir af sér vegna mis­vísandi um­fjöllunar

Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu

Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. 

Erlent
Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Húsæðis- og efna­hags­mál brenna á ungu fólki

Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykja­vík“

Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálf­stæðis­mönnum

Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu á milli vinstrisins og hægrisins. Þetta segir stjórnmálafræðingur eftir yfirhalningarfund flokksins í gær, þar sem engar breytingar voru kynntar á stefnu flokksins. Hann segir stórsigur í borgarstjórnarkosningum lífsnauðsynlegan fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar

Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun.

Innlent
Fréttamynd

Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Innlent