Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 15:17 Voria Ghafouri hefur leikið með íranska landsliðinu frá árinu 2014, alls að minnsta kosti 28 leiki, en er ekki í HM-hópi liðsins. Getty/Mohammad Karamali Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið. HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið.
HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira