Bosnía og Hersegóvína

Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu
Aurskriður sem féllu í Bosníu og Hersegóvínu í nótt og ollu miklum flóðum urðu að minnsta kosti sextán að bana.

Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska
Sheffield United leikmaðurinn Anel Ahmedhodzic er búinn að fá sig fullsaddan af föður sínum og vill ekkert með hann hafa lengur.

Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi
Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli.

Mæta til Íslands með nýjan þjálfara í brúnni: Rekinn eftir mikil læti
Faruk Hadzibegic hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlaliðs Bosníu og Herzegovinu í fótbolta. Bosnía mun því mæta með nýjan þjálfara í brúnni til Íslands í september.

Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB
Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag.

Þriðja sinn sem sami þjálfari er rekinn rétt fyrir HM
Vahid Halilhodzic var látinn fara í gær sem landsliðsþjálfari Marokkó en aðeins þrír mánuðir eru í að landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í Katar.

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó
Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Líður eins og stjörnu í Sarajevó
Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!
Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið.

Telur verulega hættu á nýjum stríðsátökum í Bosníu og Hersegóvínu
Hætta er á því að Bosnía og Hersegóvína brotni upp í smærri einingar og verulegar líkur eru taldar á því að stríðsátök brjótist þar út á ný.

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi
Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur óraskaður
Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Dóms að vænta í máli „Bosníu-slátrarans“
Dómstóll hjá Sameinuðu Þjóðunum mun í dag fella úrskurð sinn um áfrýjun bosníuserbneska herforingjans Ratko Mladic.

Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu
Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina.

Ratko Mladic áfrýjar lífstíðardómi
Fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba hefur hafið ferli við að áfrýja lífstíðardómi sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu dæmdi hann í árið 2017.

25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995.

Mótmæli í Suður-Evrópu vegna stækrar loftmengunar
Umferð bifreiða hefur verið takmörkuð á Ítalíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Mótmælendur hafa krafist tafarlausra aðgerða til að draga úr menguninni.

Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu.

Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið
Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum.

86 Bosníumúslimar jarðaðir eftir hryllilegan atburð fyrir 27 árum
Fórnarlömbin voru mörg hver í haldi í fangabúðum nálægt bænum Prijedor á meðan stríðið gekk yfir.

Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica
Hollenskir friðargæsluliðar afhentu hersveitum Bosníuserba flóttamenn sem voru svo myrtir í versta fjöldamorði Bosníustríðsins á 10. áratugnum.

Eina markmiðið að komast lífs af
Kona sem lifði af Bosníustríðið veitir innsýn inn reynsluheim barns á flótta.

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina.

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð
Við áfrýjun var fangelsisdómur fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba lengdur í ljósi alvarleika glæpa hans.

Átök á meðal forseta Bosníu
Bosnía og Hersegóvína Nýir meðlimir í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu voru settir í embætti í gær.

Serbneskur þjóðernissinni vinnur leiðtogasæti í Bosníu
Eftirlitsmenn segja að kosningabaráttan hafi einkennst af þjóðernisníði og ógnunum sem minnti á tíma Bosníustríðsins.

Serbneskur þjóðernissinni dæmdur fyrir stríðsglæpi
Vojislav Seselj var talinn hafa hvatt til ofsókna með ræðu sem hann hélt árið 1992. Hann hefur þegar afplánað fangelsisvistina sem hann var dæmdur til.

Herða öryggisgæslu eftir sjálfsvíg Praljak
Rannsakendur við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag reyna nú að koma til botns í því hvernig stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak komst með eitur inn í dómsal.

Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal
Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa drukkið eitur í kjölfar niðurstöðu alþjóðadómstólsins í Haag sem staðfesti 20 ára dóm yfir honum.

Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt
Hollenskir hermenn hafa verið gagnrýndir um árabil fyrir að koma ekki í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá seinni heimsstyrjöldinni.