Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:12 Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira