Hitamet slegið á Spáni um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:34 Myndin er tekin í Portúgal við Tagus ána í Lissabon. Vísir/EPA Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð. Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð.
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira