Ástralía

Fréttamynd

Leita há­karls eftir ban­væna árás

Karlmaður lést eftir að hákarl réðst á hann undan Calbe-strönd í vesturhluta Ástralíu. Þetta er áttunda banvæna hákarlaárásin í landinu á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi

Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch

Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði

Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga.

Erlent