Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 10:02 Kóralrifið mikla er eitt líffræðilega fjölbreyttasta svæði á jörðinni. Það er svo stórt að það sést frá geimnum. Vísir/EPA Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes. Ástralía Loftslagsmál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes.
Ástralía Loftslagsmál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira