Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 10:29 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, ætlar ekki að stýra landinu frá kolaorku í fyrirsjáanlegri framtíð. Vísir/EPA Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Kol losar mest af kolefni allra jarðefnaeldsneyta þegar þau eru brennd. Því er mikil áhersla lögð á að hætta notkun þeirra sem fyrst til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samkomulag Glasgow-fundarins sem lauk um helgina hafi boðað endalok kolaorku. Morrison vill ekki samþykkja það enda er Ástralía enn háð kolum. „Ég trúi því ekki að sú hafi verið raunin og fyrir alla þá sem vinna í kolaiðnaðinum í Ástralíu þá munu þeir halda áfram að vinna í þeim iðnaði um ókomna áratugi,“ sagði Morrison við fréttamenn sem spurðu hann hvort að hann væri sammála Johnson í gær. „Því það verða umskipti sem eiga sér stað á löngum tíma,“ sagði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Mannkynið hefur hins vegar ekki langan tíma til þess að losa sig við jarðefnaeldsneytisfíknina. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst. Það eru þau mörk sem vísindamenn hafa lagt til að gætu dugað til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Samstaða náðist ekki á loftslagsráðstefnunni í Glasgow um að kalla eftir því að kolanotkun yrði hætt. Fulltrúar Indlands og Kína, tveggja af stærstu kolanotendum heims, komu því til leiðar að orðalag um það var útvatnað í lokaútgáfu samkomulagsins. Þetta var þó í fyrsta skipti sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum í samkomulagi ráðstefna af þessu tagi. Skammast sín ekki fyrir hagsmunagæsluna Ástralar hafa lengi verið einir verstu loftslagsskussar heims. Þeir hafa ekki aðeins dregið lappirnar í að draga úr útblæstri heldur hafa margir stjórnmálaleiðtogar þar þrætt fyrir að vandinn sé raunverulegur. Morrison sagðist í gær ekki skammast sín fyrir að gæta þjóðarhagsmuna Ástrala. „Við erum með hófstillta áætlun um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 en við ætlum ekki að láta Ástrali í dreifðari byggðum og á einstökum svæðum gjalda fyrir það,“ sagði forsætisráðherrann. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu í Ástralíu á síðustu mánuðum 2019 og í upphafi síðasta árs. Rannsóknir benda til þess að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi gert hamfarirnar tæplega þriðjungi líklegri en ella. Búast má við því að aðstæður fyrir slíka elda verði enn algengari eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram. Morrison sætti harðri gagnrýni heima fyrir þegar hann skellti sér í frí með fjölskyldu sinni til Havaí á meðan heimaland hans brann. Afstaða Ástrala og Morrison hefur valdið núningi við nágranna þeirra, íbúa láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Michael McCormack, þáverandi aðstoðarforsætisráðherra, hleypti illu blóði í marga þegar hann lét þau ummæli falla að hann væri pirraður á eyríkjunum sem vildu lifa af í kringum ráðstefnu Kyrrahafsríkja árið 2019. Ástralía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02 Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Kol losar mest af kolefni allra jarðefnaeldsneyta þegar þau eru brennd. Því er mikil áhersla lögð á að hætta notkun þeirra sem fyrst til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samkomulag Glasgow-fundarins sem lauk um helgina hafi boðað endalok kolaorku. Morrison vill ekki samþykkja það enda er Ástralía enn háð kolum. „Ég trúi því ekki að sú hafi verið raunin og fyrir alla þá sem vinna í kolaiðnaðinum í Ástralíu þá munu þeir halda áfram að vinna í þeim iðnaði um ókomna áratugi,“ sagði Morrison við fréttamenn sem spurðu hann hvort að hann væri sammála Johnson í gær. „Því það verða umskipti sem eiga sér stað á löngum tíma,“ sagði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Mannkynið hefur hins vegar ekki langan tíma til þess að losa sig við jarðefnaeldsneytisfíknina. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst. Það eru þau mörk sem vísindamenn hafa lagt til að gætu dugað til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Samstaða náðist ekki á loftslagsráðstefnunni í Glasgow um að kalla eftir því að kolanotkun yrði hætt. Fulltrúar Indlands og Kína, tveggja af stærstu kolanotendum heims, komu því til leiðar að orðalag um það var útvatnað í lokaútgáfu samkomulagsins. Þetta var þó í fyrsta skipti sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum í samkomulagi ráðstefna af þessu tagi. Skammast sín ekki fyrir hagsmunagæsluna Ástralar hafa lengi verið einir verstu loftslagsskussar heims. Þeir hafa ekki aðeins dregið lappirnar í að draga úr útblæstri heldur hafa margir stjórnmálaleiðtogar þar þrætt fyrir að vandinn sé raunverulegur. Morrison sagðist í gær ekki skammast sín fyrir að gæta þjóðarhagsmuna Ástrala. „Við erum með hófstillta áætlun um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 en við ætlum ekki að láta Ástrali í dreifðari byggðum og á einstökum svæðum gjalda fyrir það,“ sagði forsætisráðherrann. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu í Ástralíu á síðustu mánuðum 2019 og í upphafi síðasta árs. Rannsóknir benda til þess að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi gert hamfarirnar tæplega þriðjungi líklegri en ella. Búast má við því að aðstæður fyrir slíka elda verði enn algengari eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram. Morrison sætti harðri gagnrýni heima fyrir þegar hann skellti sér í frí með fjölskyldu sinni til Havaí á meðan heimaland hans brann. Afstaða Ástrala og Morrison hefur valdið núningi við nágranna þeirra, íbúa láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Michael McCormack, þáverandi aðstoðarforsætisráðherra, hleypti illu blóði í marga þegar hann lét þau ummæli falla að hann væri pirraður á eyríkjunum sem vildu lifa af í kringum ráðstefnu Kyrrahafsríkja árið 2019.
Ástralía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02 Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16