Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 09:03 „Óþekkti sjómaðurinn“; Thomas Welsby Clark. Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust. HMAS Sydney var sökkt af herskipinu Kormoran, sem áður var flutningaskipið Steiermark, 19. nóvember 1941. Bæði skip eyðilögðust í átökunum en 318 af 399 manna áhöfn Kormoran komst lífs af. Leit var hafin að Syndey 24. nóvember en allt sam fannst var brak úr skipinu. Eftirlifendur af Kormoran voru fluttir í fangabúðir, þar sem þeir upplýstu yfirvöld um örlög Sydney. Skipin tvö fundust ekki fyrr en 2008. HMAS Sydney. Þremur mánuðum eftir átökin skolaði björgunarbát á land á Jólaeyju. Um borð var lík. Maðurinn var klæddur í dökkbláan heilgalla, sem var orðinn upplitaður af sólinni. Ekkert fannst á manninum sem gat hjálpað við að bera kennsl á hann og var hann jarðsettur á eyjunni. Maðurinn var kallaður „óþekkti sjómaðurinn“ og áratugum síðar voru líkamsleifar hans grafnar upp og hann jarðsettur í Ástralíu, að hermanna sið. Nú hafa yfirvöld í Ástralíu greint frá því að búið sé að bera kennsl á manninn með erfðarannsóknum. Thomas Welsby Clark var 20 ára þegar hann gekk í herinn og hóf störf um borð í HMAS Sydney aðeins fjórum mánuðum áður en skipið fórst. Hann var sonur auðugra foreldra og hafði fengið þjálfun sem endurskoðandi. Tveir bræðra hans tóku einnig þátt í stríðinu. Efðaefni úr tönnum Welsby var borið saman við eftirlifandi fjölskyldumeðlimi og þeim gert viðvart um niðurstöðurnar í síðustu viku. Hann verður heiðraður við stríðsminnisvarðan í Canberra í dag og þá verður skipt um legstein við gröfina hans. Ástralía Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
HMAS Sydney var sökkt af herskipinu Kormoran, sem áður var flutningaskipið Steiermark, 19. nóvember 1941. Bæði skip eyðilögðust í átökunum en 318 af 399 manna áhöfn Kormoran komst lífs af. Leit var hafin að Syndey 24. nóvember en allt sam fannst var brak úr skipinu. Eftirlifendur af Kormoran voru fluttir í fangabúðir, þar sem þeir upplýstu yfirvöld um örlög Sydney. Skipin tvö fundust ekki fyrr en 2008. HMAS Sydney. Þremur mánuðum eftir átökin skolaði björgunarbát á land á Jólaeyju. Um borð var lík. Maðurinn var klæddur í dökkbláan heilgalla, sem var orðinn upplitaður af sólinni. Ekkert fannst á manninum sem gat hjálpað við að bera kennsl á hann og var hann jarðsettur á eyjunni. Maðurinn var kallaður „óþekkti sjómaðurinn“ og áratugum síðar voru líkamsleifar hans grafnar upp og hann jarðsettur í Ástralíu, að hermanna sið. Nú hafa yfirvöld í Ástralíu greint frá því að búið sé að bera kennsl á manninn með erfðarannsóknum. Thomas Welsby Clark var 20 ára þegar hann gekk í herinn og hóf störf um borð í HMAS Sydney aðeins fjórum mánuðum áður en skipið fórst. Hann var sonur auðugra foreldra og hafði fengið þjálfun sem endurskoðandi. Tveir bræðra hans tóku einnig þátt í stríðinu. Efðaefni úr tönnum Welsby var borið saman við eftirlifandi fjölskyldumeðlimi og þeim gert viðvart um niðurstöðurnar í síðustu viku. Hann verður heiðraður við stríðsminnisvarðan í Canberra í dag og þá verður skipt um legstein við gröfina hans.
Ástralía Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira