Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2021 13:00 Leikmenn ástralska landsliðsins þvertaka fyrir það að kynferðisleg áreitni, einelti og önnur óviðeigandi hegðun líðist innan liðsins. getty/Tim Clayton Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM. Fótbolti Ástralía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM.
Fótbolti Ástralía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira