Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:32 Allt að sex klukkustunda bið hefur verið eftir því að komast í covid-próf í Ástralíu undanfarna daga. EPA-EFE/DANNY CASEY Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04