Heilbrigðismál

Fréttamynd

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Veikindarétt barna þurfi að lögfesta

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys.

Lífið
Fréttamynd

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Innlent
Fréttamynd

Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum

Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt um þverbak!

Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra.

Skoðun
Fréttamynd

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Að vera sænskur jafnaðar­maður eða ís­lenskur

Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða.

Skoðun
Fréttamynd

„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“

Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna mann­eklu á sjúkra­húsum og seina­gang stjórn­kerfisins

Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar

Lagt er til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar og að heilbrigðisráðherra verði gert að leggja fram frumvarp þess efnis í þingsályktunartillögu sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram. Tillöguna styðja einnig aðrir þingmenn Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19

Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er  til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 

Innlent
Fréttamynd

Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur langveikra bólusettir í dag

Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Innlent
Fréttamynd

„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“

Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­háðir aðilar taka út al­var­legar auka­verkanir

Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa.

Innlent
Fréttamynd

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Innlent