„Í hinum fullkomna heimi myndi maður hringja í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2022 20:00 Talmeinafræðingurinn Linda Björk Markúsardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Spjallinu með Góðvild. Spjallið með Góðvild Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir talþjálfun hér á landi. Talmeinafræðingurinn Linda Björk Markúsdóttir segir að um sé að ræða samþættan vanda, en nú horfi þó til betri vegar eftir að heftandi ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratrygginga Íslands hefur verið fellt úr gildi. Talmeinafræði var ekki kennd hér á landi fyrr en árið 2010. Í dag eru um 150 talmeinafræðingar í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, en inni í þeirri tölu eru nemar og þeir sem komnir eru á eftirlaun. Þessi fjöldi nær þó ekki að anna eftirspurn og eru yfir þúsund börn á biðlista eftir þjónustunni. „Þetta er ofboðslega há tala og þetta er frekar samþættur vandi. Þetta var orðið svo uppsafnað þegar að námið fer í gangi hérna heima. Svo eftir því sem það útskrifast fleiri og við tölum meira fyrir okkar fólki þá verður vitundarvakningin meiri. Fólk er meira vakandi, þannig það greinast fleiri. En það er sorglegt í ljósi þess að svo greinistu og þá erum við að tala fyrir því sem heitir snemmtæk íhlutun, en svo getur viðkomandi þurft að bíða í eitt, tvö eða þrjú ár þangað til hann kemst að,“ segir Linda Björk. Fær símtöl frá grátandi ömmum Sex ára barn sem fær greiningu gæti því verið orðið níu ára þegar það kemst loksins í talþjálfun. Þar með fer afar dýrmætur tími í bið og vandinn getur orðið ennþá meiri. „Sem er náttúrlega hræðilegt og þyngra en tárum taki. Það eru stundum grátandi ömmur sem hringja í mig, finna mig bara í símaskránni og spyrja hvort það sé ekki eitthvað sem ég geti gert. Þess vegna er svo dásamlegt að það sé allavega verið að vinna í þessu. Það eru átján í náminu núna og það er verið að vinna í því að stækka markaðinn til þess að það sé hægt að bæta við fleirum,“ en mikil nýliðun er nú í faginu. Frá árinu 2017 hafði verið ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands sem hafði afar heftandi áhrif á starf talmeinafræðinga og biðlistar lengdust. Talmeinafræðingar fengu ekki vinnu „Það sem gerist er að það kemur klausa inn í samninginn sem kveður á um það að talmeinafræðingur verði að vera með tveggja og hálfs árs starfsreynslu áður en hann kemst á samning við sjúkratryggingar,“ en með þessu má segja að það hafi verið lokað fyrir nýliðun í greininni. „Borgin og sveitarfélög voru ekki að ráða og talmeinafræðingar gátu því ekki fengið vinnu við að aðstoða öll þessi börn sem voru að bíða, nema að rukka foreldrana eða aðstandendur alveg upp í rjáfur, sem er alveg fáránleg staða.“ Eftir mikla baráttu var ákvæðið tekið út og segir Linda að nú horfi til betri vegar. Ekki samasemmerki á milli þess að geta ekki tjáð sig og að hafa ekkert að segja „Það hefur verið mikil vinna í gangi. Barnamálaráðherra hefur til dæmis í sínu góða starfi lagt mikla og ríka áherslu á að færa þjónustuna meira í nærumhverfið. Auðvitað ætti með réttu að vera talmeinafræðingur í hverjum einasta skóla á hverju einasta skólastigi á Íslandi. Og þegar við erum að tala um skóla eins og til dæmis Klettaskóla, þá þyrftu þeir að vera nægilega margir til þess að sinna því.“ „Í hinum fullkomna heimi þá myndi maður bara hringja eitt símtal í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga.“ Linda bendir á að þó svo að nú sé hægt að fara í það að vinda ofan af biðlistanum, þá sé á sama tíma að bætast á hann. Nú þurfi að ráðast í allsherjar endurskoðun og forgangsröðun í faginu. Auka þurfi almenna fræðslu og ráðgjöf til þess að foreldrar, kennarar og aðrir aðstandendur geti unnið með börnunum á meðan þau bíða eftir talþjálfun. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að þó svo að einhver geti ekki tjáð sig, þá er það ekki þar með sagt að viðkomandi hafi ekkert að segja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lindu í heild sinni. Klippa: Spjallið með Góðvild - Linda Björk Markúsardóttir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Talmeinafræði var ekki kennd hér á landi fyrr en árið 2010. Í dag eru um 150 talmeinafræðingar í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, en inni í þeirri tölu eru nemar og þeir sem komnir eru á eftirlaun. Þessi fjöldi nær þó ekki að anna eftirspurn og eru yfir þúsund börn á biðlista eftir þjónustunni. „Þetta er ofboðslega há tala og þetta er frekar samþættur vandi. Þetta var orðið svo uppsafnað þegar að námið fer í gangi hérna heima. Svo eftir því sem það útskrifast fleiri og við tölum meira fyrir okkar fólki þá verður vitundarvakningin meiri. Fólk er meira vakandi, þannig það greinast fleiri. En það er sorglegt í ljósi þess að svo greinistu og þá erum við að tala fyrir því sem heitir snemmtæk íhlutun, en svo getur viðkomandi þurft að bíða í eitt, tvö eða þrjú ár þangað til hann kemst að,“ segir Linda Björk. Fær símtöl frá grátandi ömmum Sex ára barn sem fær greiningu gæti því verið orðið níu ára þegar það kemst loksins í talþjálfun. Þar með fer afar dýrmætur tími í bið og vandinn getur orðið ennþá meiri. „Sem er náttúrlega hræðilegt og þyngra en tárum taki. Það eru stundum grátandi ömmur sem hringja í mig, finna mig bara í símaskránni og spyrja hvort það sé ekki eitthvað sem ég geti gert. Þess vegna er svo dásamlegt að það sé allavega verið að vinna í þessu. Það eru átján í náminu núna og það er verið að vinna í því að stækka markaðinn til þess að það sé hægt að bæta við fleirum,“ en mikil nýliðun er nú í faginu. Frá árinu 2017 hafði verið ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands sem hafði afar heftandi áhrif á starf talmeinafræðinga og biðlistar lengdust. Talmeinafræðingar fengu ekki vinnu „Það sem gerist er að það kemur klausa inn í samninginn sem kveður á um það að talmeinafræðingur verði að vera með tveggja og hálfs árs starfsreynslu áður en hann kemst á samning við sjúkratryggingar,“ en með þessu má segja að það hafi verið lokað fyrir nýliðun í greininni. „Borgin og sveitarfélög voru ekki að ráða og talmeinafræðingar gátu því ekki fengið vinnu við að aðstoða öll þessi börn sem voru að bíða, nema að rukka foreldrana eða aðstandendur alveg upp í rjáfur, sem er alveg fáránleg staða.“ Eftir mikla baráttu var ákvæðið tekið út og segir Linda að nú horfi til betri vegar. Ekki samasemmerki á milli þess að geta ekki tjáð sig og að hafa ekkert að segja „Það hefur verið mikil vinna í gangi. Barnamálaráðherra hefur til dæmis í sínu góða starfi lagt mikla og ríka áherslu á að færa þjónustuna meira í nærumhverfið. Auðvitað ætti með réttu að vera talmeinafræðingur í hverjum einasta skóla á hverju einasta skólastigi á Íslandi. Og þegar við erum að tala um skóla eins og til dæmis Klettaskóla, þá þyrftu þeir að vera nægilega margir til þess að sinna því.“ „Í hinum fullkomna heimi þá myndi maður bara hringja eitt símtal í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga.“ Linda bendir á að þó svo að nú sé hægt að fara í það að vinda ofan af biðlistanum, þá sé á sama tíma að bætast á hann. Nú þurfi að ráðast í allsherjar endurskoðun og forgangsröðun í faginu. Auka þurfi almenna fræðslu og ráðgjöf til þess að foreldrar, kennarar og aðrir aðstandendur geti unnið með börnunum á meðan þau bíða eftir talþjálfun. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að þó svo að einhver geti ekki tjáð sig, þá er það ekki þar með sagt að viðkomandi hafi ekkert að segja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lindu í heild sinni. Klippa: Spjallið með Góðvild - Linda Björk Markúsardóttir
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16
Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00
„Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35