„Í hinum fullkomna heimi myndi maður hringja í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2022 20:00 Talmeinafræðingurinn Linda Björk Markúsardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Spjallinu með Góðvild. Spjallið með Góðvild Yfir þúsund börn eru á biðlista eftir talþjálfun hér á landi. Talmeinafræðingurinn Linda Björk Markúsdóttir segir að um sé að ræða samþættan vanda, en nú horfi þó til betri vegar eftir að heftandi ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratrygginga Íslands hefur verið fellt úr gildi. Talmeinafræði var ekki kennd hér á landi fyrr en árið 2010. Í dag eru um 150 talmeinafræðingar í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, en inni í þeirri tölu eru nemar og þeir sem komnir eru á eftirlaun. Þessi fjöldi nær þó ekki að anna eftirspurn og eru yfir þúsund börn á biðlista eftir þjónustunni. „Þetta er ofboðslega há tala og þetta er frekar samþættur vandi. Þetta var orðið svo uppsafnað þegar að námið fer í gangi hérna heima. Svo eftir því sem það útskrifast fleiri og við tölum meira fyrir okkar fólki þá verður vitundarvakningin meiri. Fólk er meira vakandi, þannig það greinast fleiri. En það er sorglegt í ljósi þess að svo greinistu og þá erum við að tala fyrir því sem heitir snemmtæk íhlutun, en svo getur viðkomandi þurft að bíða í eitt, tvö eða þrjú ár þangað til hann kemst að,“ segir Linda Björk. Fær símtöl frá grátandi ömmum Sex ára barn sem fær greiningu gæti því verið orðið níu ára þegar það kemst loksins í talþjálfun. Þar með fer afar dýrmætur tími í bið og vandinn getur orðið ennþá meiri. „Sem er náttúrlega hræðilegt og þyngra en tárum taki. Það eru stundum grátandi ömmur sem hringja í mig, finna mig bara í símaskránni og spyrja hvort það sé ekki eitthvað sem ég geti gert. Þess vegna er svo dásamlegt að það sé allavega verið að vinna í þessu. Það eru átján í náminu núna og það er verið að vinna í því að stækka markaðinn til þess að það sé hægt að bæta við fleirum,“ en mikil nýliðun er nú í faginu. Frá árinu 2017 hafði verið ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands sem hafði afar heftandi áhrif á starf talmeinafræðinga og biðlistar lengdust. Talmeinafræðingar fengu ekki vinnu „Það sem gerist er að það kemur klausa inn í samninginn sem kveður á um það að talmeinafræðingur verði að vera með tveggja og hálfs árs starfsreynslu áður en hann kemst á samning við sjúkratryggingar,“ en með þessu má segja að það hafi verið lokað fyrir nýliðun í greininni. „Borgin og sveitarfélög voru ekki að ráða og talmeinafræðingar gátu því ekki fengið vinnu við að aðstoða öll þessi börn sem voru að bíða, nema að rukka foreldrana eða aðstandendur alveg upp í rjáfur, sem er alveg fáránleg staða.“ Eftir mikla baráttu var ákvæðið tekið út og segir Linda að nú horfi til betri vegar. Ekki samasemmerki á milli þess að geta ekki tjáð sig og að hafa ekkert að segja „Það hefur verið mikil vinna í gangi. Barnamálaráðherra hefur til dæmis í sínu góða starfi lagt mikla og ríka áherslu á að færa þjónustuna meira í nærumhverfið. Auðvitað ætti með réttu að vera talmeinafræðingur í hverjum einasta skóla á hverju einasta skólastigi á Íslandi. Og þegar við erum að tala um skóla eins og til dæmis Klettaskóla, þá þyrftu þeir að vera nægilega margir til þess að sinna því.“ „Í hinum fullkomna heimi þá myndi maður bara hringja eitt símtal í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga.“ Linda bendir á að þó svo að nú sé hægt að fara í það að vinda ofan af biðlistanum, þá sé á sama tíma að bætast á hann. Nú þurfi að ráðast í allsherjar endurskoðun og forgangsröðun í faginu. Auka þurfi almenna fræðslu og ráðgjöf til þess að foreldrar, kennarar og aðrir aðstandendur geti unnið með börnunum á meðan þau bíða eftir talþjálfun. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að þó svo að einhver geti ekki tjáð sig, þá er það ekki þar með sagt að viðkomandi hafi ekkert að segja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lindu í heild sinni. Klippa: Spjallið með Góðvild - Linda Björk Markúsardóttir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Talmeinafræði var ekki kennd hér á landi fyrr en árið 2010. Í dag eru um 150 talmeinafræðingar í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, en inni í þeirri tölu eru nemar og þeir sem komnir eru á eftirlaun. Þessi fjöldi nær þó ekki að anna eftirspurn og eru yfir þúsund börn á biðlista eftir þjónustunni. „Þetta er ofboðslega há tala og þetta er frekar samþættur vandi. Þetta var orðið svo uppsafnað þegar að námið fer í gangi hérna heima. Svo eftir því sem það útskrifast fleiri og við tölum meira fyrir okkar fólki þá verður vitundarvakningin meiri. Fólk er meira vakandi, þannig það greinast fleiri. En það er sorglegt í ljósi þess að svo greinistu og þá erum við að tala fyrir því sem heitir snemmtæk íhlutun, en svo getur viðkomandi þurft að bíða í eitt, tvö eða þrjú ár þangað til hann kemst að,“ segir Linda Björk. Fær símtöl frá grátandi ömmum Sex ára barn sem fær greiningu gæti því verið orðið níu ára þegar það kemst loksins í talþjálfun. Þar með fer afar dýrmætur tími í bið og vandinn getur orðið ennþá meiri. „Sem er náttúrlega hræðilegt og þyngra en tárum taki. Það eru stundum grátandi ömmur sem hringja í mig, finna mig bara í símaskránni og spyrja hvort það sé ekki eitthvað sem ég geti gert. Þess vegna er svo dásamlegt að það sé allavega verið að vinna í þessu. Það eru átján í náminu núna og það er verið að vinna í því að stækka markaðinn til þess að það sé hægt að bæta við fleirum,“ en mikil nýliðun er nú í faginu. Frá árinu 2017 hafði verið ákvæði í samningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands sem hafði afar heftandi áhrif á starf talmeinafræðinga og biðlistar lengdust. Talmeinafræðingar fengu ekki vinnu „Það sem gerist er að það kemur klausa inn í samninginn sem kveður á um það að talmeinafræðingur verði að vera með tveggja og hálfs árs starfsreynslu áður en hann kemst á samning við sjúkratryggingar,“ en með þessu má segja að það hafi verið lokað fyrir nýliðun í greininni. „Borgin og sveitarfélög voru ekki að ráða og talmeinafræðingar gátu því ekki fengið vinnu við að aðstoða öll þessi börn sem voru að bíða, nema að rukka foreldrana eða aðstandendur alveg upp í rjáfur, sem er alveg fáránleg staða.“ Eftir mikla baráttu var ákvæðið tekið út og segir Linda að nú horfi til betri vegar. Ekki samasemmerki á milli þess að geta ekki tjáð sig og að hafa ekkert að segja „Það hefur verið mikil vinna í gangi. Barnamálaráðherra hefur til dæmis í sínu góða starfi lagt mikla og ríka áherslu á að færa þjónustuna meira í nærumhverfið. Auðvitað ætti með réttu að vera talmeinafræðingur í hverjum einasta skóla á hverju einasta skólastigi á Íslandi. Og þegar við erum að tala um skóla eins og til dæmis Klettaskóla, þá þyrftu þeir að vera nægilega margir til þess að sinna því.“ „Í hinum fullkomna heimi þá myndi maður bara hringja eitt símtal í Kára og láta hann klóna nokkra talmeinafræðinga.“ Linda bendir á að þó svo að nú sé hægt að fara í það að vinda ofan af biðlistanum, þá sé á sama tíma að bætast á hann. Nú þurfi að ráðast í allsherjar endurskoðun og forgangsröðun í faginu. Auka þurfi almenna fræðslu og ráðgjöf til þess að foreldrar, kennarar og aðrir aðstandendur geti unnið með börnunum á meðan þau bíða eftir talþjálfun. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að þó svo að einhver geti ekki tjáð sig, þá er það ekki þar með sagt að viðkomandi hafi ekkert að segja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lindu í heild sinni. Klippa: Spjallið með Góðvild - Linda Björk Markúsardóttir
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16 Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00 „Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Ósanngjarnt að ógreindir fái ekki þjónustu við hæfi „Gallinn á Íslandi er smæðin okkar,“ segir Hans Tómas Björnsson yfirlæknir í klínískri erfðafræði á Landspítalanum. Hann segir að erlendis sé auðvelt að búa til göngudeildir fyrir ákveðna sjúkdóma eða sjúkdómahópa. 1. mars 2022 13:16
Gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum „Að mínu mati þarf að taka það kerfi alveg í gegn frá A til Ö, það er bara spurning hver vill taka þann bolta,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, til dæmis fyrir einstaklinga sem þurfa að nota hjólastól. 16. febrúar 2022 18:00
„Kennarar þurfa fleiri sérfræðinga inn í kennslustofuna“ „Mér leið alltaf vel í grunnskóla, leið alltaf vel í skólanum og fannst kennarastarfið vera merkilegasta og mikilvægasta starf í heimi og stefndi alltaf á að verða kennari,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og lýðheilsufræðingur. 3. febrúar 2022 15:35