Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 22:01 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði og bannað að nota það í öllum skólum ef frumvarp Willums nær fram að ganga. Vísir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð. Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð.
Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48
„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17
Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44