Heilbrigðismál

Fréttamynd

Helmingsstækkun á BUGL

Nú hillir undir að hafin verði bygging húsnæðis fyrir geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á barna- og unglingageðdeildnni við Dalbraut. Er það í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem húsnæði er byggt hér á landi beinlínis fyrir þá þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Örorka og atvinnuleysi fylgjast að

Langvarandi atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað eru meðal orsaka örrar fjölgunar öryrkja hér á landi. Talið er nauðsynlegt að heilbrigðis- og vinnumálakerfi vinni saman þegar atvinnuleysi ber að dyrum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gruna miltisbrand í álagablettum

Fornleifafræðingar leiða getum að því að miltisbrandur geti leynst í svokölluðum álagablettum. Oft séu þeir kallaðir svo vegna þess að dýr hafi drepist eftir að hafa bitið gras á þeim. Málið verður rætt á næsta aðalfundi Fornleifafélagsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Landspítali sakaður um lögbrot

Lyfjafræðingafélag Íslands sakar Landspítalann um lögbrot og hefur leitað til dómstóla með málið, en án árangurs. Félagið krefst þess nú, að Lyfjastofnun standi sig í stykkinu og taki af hörku á hinu meina lögbroti. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Færri barnaslys í kennaraverkfalli

Um það bil 160 færri slys urðu á börnum á þeim tíma sem kennaraverkfallið stóð yfir en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Flensan bankar á

Inflúensutilfellum hefur heldur fjölgað í nágrannalöndum okkar, að því er Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, segir, en í litlum mæli þó.

Innlent
Fréttamynd

Einn látinn af alnæmi á árinu

Það sem af er þessu ári hafa fimm manns greinst með HIV-smit hér á landi, fjórir karlmenn og ein kona. Þá hafa þrír sjúklingar greinst með alnæmi og einn þeirra látist af völdum sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Aukið fé til heilsugæslu

Virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi segja til sín í aukinni heilsugæsluþjónustu. Í aukafjárlögum fær Heilbrigðisstofnun Austurlands 25 milljóna króna fjárveitingu.

Innlent
Fréttamynd

Hárkolla eða augabrúnir

Breyting á reglugerð um styrki Tryggingastofnunar vegna hjálpartækja hefur það í för með sér að fólk fær val um að nýta styrkinn til kaupa á hárkollu eða sérsniðnum höfuðfötum, gerviaugnabrúnum eða augnhárum. Áður var skilyrt að verja honum til hárkollukaupa.

Innlent
Fréttamynd

Endurhæfing í stað örorku

Starfsendurhæfing til að forða fólki frá örorku hefur gefið góða raun hér á landi. Tryggingastofnun vill auka þá starfsemi og jafnframt að læknar fái aukna fræðslu um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á líðan lækna

Hleypt hefur verið af stokkunum rannsókn á heilsu, lífsstíl og starfsskilyrðum lækna á Íslandi. Allir læknar á Íslandi með gilt lækningaleyfi þann 30. júní á þessu ári og búsettir eru hér á landi, alls 1.185 læknar, hafa fengið sent boð um þátttöku.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að hafna fólki í neyð

Starfsmenn sem taka á móti áfengissjúkum á Vogi kvíða því að þurfa að vísa fólki í neyð frá og senda það annað. Nú fer í hönd einn mesti álagstími á sjúkrahúsinu, sem hefst skömmu fyrir jól og skellur af fullum þunga á eftir áramót. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bólusetning bjargar okkur

Þýskum ferðamönnum á leið til Bretlands hefur verið ráðlagt að láta bólusetja sig gegn hettusótt, vegna faraldurs sem brotist hefur út meðal háskólanema þar. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir ekki ástæðu til aðgerða hér vegna faraldursins í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi gegn börnum vanmetið

Umfang ofbeldis gegn börnum hér á landi er vafalítið vanmetið, að áliti Geirs Gunnlaugssonar, barnalæknis og forstöðumanns Miðstöðvar heilsuverndar barna. Hann telur gróft líkamlegt ofbeldi þó heldur á undanhaldi, en ekki gegni endilega sama máli um andlegt ofbeldi, því erfitt sé að meta umfang þess og eðli.

Innlent
Fréttamynd

Læknir í þremur kærumálum

Formaður Læknasetursins í Mjódd hefur kært stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss svo og Heilsugæslunnar fyrir þrjú brot á samkeppnislögum. Hann segir þá reyna að grafa undan keppinautum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Áfengismeðferðardeild lokað

Bráðlega verður áfengismeðferðardeild sem Landspítalinn hefur rekið við Flókagötu lokað. Ný deild verður sett upp í geðdeildarbyggingunni. Þá verður Arnarholti lokað um áramót og 19 einstaklingum komið fyrir annars staðar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Á góðum batavegi

Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur hafði fyrir nokkrum dögum ákveðið að taka að þátt í stjórn landssöfnunar til styrktar hjartalækninga, þegar hann þurfti sjálfur í bráða hjartaþræðingu og aðgerð vegna alvarlegra stíflna í hjartaæðum.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoðun á sjúkraþjálfun

Samninganefnd heilbrigðisráðherra boðaði á fyrsta samningafundi með sjúkraþjálfurum endurskoðun á kerfi þeirra. Sjúklingum fer stöðugt fjölgandi og kostnaður Tryggingastofnunar hefur aukist um 84% á síðustu fimm árum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Einstök flensutilvik ytra

Inflúensa hefur enn ekki greinst í nágrannalöndunum, nema í einstökum tilvikum, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Fagna reykingabanni

Lungnalæknar fagna áformum heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um reyklausa vinnustaði, þar á meðal veitinga- og skemmtistaði hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Baldur til Karolinska

Íslenski prófessorinn, Baldur Sveinbjörnsson, sem starfað hefur við háskólann í Tromsö í Noregi hefur verið ráðinn við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi

Innlent
Fréttamynd

Lifrarbólgufaraldur í rénun

Lifrarbólgufaraldur hjá hommum virðist heldur vera í rénun, að því er fram kom í viðtali við Harald Briem sóttvarnalækni hjá Landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Psoriasisfólki bægt frá sundstöðum

Þess eru dæmi að psoriasis-sjúklingum hafi verið meinaður aðgangur að búningsklefum og böðum svo sem í almenningssundlaugum og íþróttahúsum hér á landi, að sögn Guðnýjar Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Krónur og brýr án endurgreiðslu

Tannlæknar segja óréttlátt að Tryggingastofnun taki ekki þátt í niðurgreiðslu á tannkrónum og brúm fyrir eldri borgara, að sögn Gunnars Leifssonar, formanns upplýsinganefndar. Yfirtryggingatannlæknir hafi bent á að því þurfi að breyta. Það hefur þó ekki gerst enn.

Innlent
Fréttamynd

Krufning kostar 95 þúsund

Það getur kostað sitt að leita sér lækninga á spítala. Sjúklingar geta þurft að reiða fram þúsundir á þúsundir ofan. Þeir sem oftast þurfa til læknis fá afslátt. Fólk sem ekki er sjúkratryggt á Íslandi þarf að borga allt að þrettán hundruð þúsund krónur fyrir aðgerð. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hæsta álagnings tannlæknis 103%

Hæsta álagning sem vitað er til að tannlæknir noti er 103% umfram gjaldskrá heilbrigðisráðherra. Meðaltalshækkun er 15 - 20%. Tryggingayfirtannlæknir segir að gjaldskrána þurfi að hækka oftar en gert hefur verið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Veglegur styrkur til daufblindra

Daufblindir geta auðveldlega einangrast. Nú hafa þeir fengið myndarlegan styrk, sem hjálpar þeim að taka betur þátt í því sem er að gerast í samfélaginu.

Innlent