Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
„Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39