Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur. Heilbrigðismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Áralöng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal Sjá meira
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur.
Heilbrigðismál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Áralöng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal Sjá meira