Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:11 Dóra var lögð inn á öldrunardeild í gær. Svona er aðbúnaðurinn. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára móðir Berglindar Stefánsdóttur var lögð inn á öldrunardeild Landspítalans í gær. Ekki er pláss fyrir hana inni á hefðbundinni stofu heldur liggur hún í sjúkrarúmi inni á salerni. Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. Landspítalinn harmar að grípa hafi þurft til umræddra úrræða. Berglind vakti athygli á málinu í Facebook-færslu í gær. Þar sagði að móðir hennar, Dóra María Ingólfsdóttir, hafi verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi um þarsíðustu helgi eftir slæmt fall á heimili sínu. Í færslunni rekur Berglind innlögn og legu Dóru á Landspítalanum. Fyrir það fyrsta hafi skýrslan úr sjúkrabílnum glatast og ekki enn fundist. Þá hafi móðir hennar verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi og var þar í tvo daga á 10-15 manna stofu.Endurheimtu móður sína á lyflækningadeildinni Berglind segir ástand og aðstæður á bráðadeildinni hafa verið afar slæmar. Upplýsingaflæði milli starfsmanna hafi verið ábótavant, þannig að Berglind og systkini hennar þurftu sjálf að passa upp á að móðir þeirra tæki lyfin sín og fengi ekki sykurfall en hún er með sykursýki. „Hún var með næringu í æð og þegar pokinn kláraðist og slangan var orðin full af blóði, var okkur sagt að það væri ekki aðkallandi að setja annan poka, það væru aðrir sjúklingar veikari en hún!“Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir móður sína jafnframt hafa verið afar illa áttaða og ruglaða er hún lá inni á bráðadeild, auk þess sem hún kenndi mikilla verkja. Ekki hafi hins vegar fengist viðtal við lækni fyrr en löngu eftir innlögn á deildina. „Ég bað ítrekað um að fá að ræða við lækni út af ástandi hennar. Ég beið í 7 klst. og loksins kl. 01:00 eftir miðnætti náði ég tali af honum, 16 klst. eftir að hún lagðist inn.“ Á öðrum degi fékk móðir Berglindar svo pláss á lyflækningadeild og segir Berglind að þar hafi aðstæður verið mun betri. Í takt við það hafi ástand móður hennar batnað til muna. „Við endurheimtum hana,“ segir Berglind í samtali við Vísi og færir hún starfsfólki lyflækningadeildar kærar þakkir fyrir nærgætni og alúð í ummönnun móður sinnar.Grátandi inni á klósetti með kúabjöllu Í gærkvöldi var móður Berglindar og aðstandendum hennar tilkynnt að hún yrði flutt yfir á öldrunardeild þar sem annar sjúklingur þyrfti plássið hennar á lyflækningadeild. Á öldrunardeildinni var hins vegar ekki laust rúm inni á stofu og var móður Berglindar því komið fyrir inni á salerni á deildinni. „Þegar þangað kom var ekkert pláss fyrir hana þar og var hún því sett inn á salerni og verður þar næstu nætur eða þangað til rúm losnar. Á daginn fær hún að dúsa á ganginum því nota þarf salernið fyrir böðun og annað,“ skrifar Berglind. „Nú liggur hún, 92 ára, grátandi inni á klósetti með KÚABJÖLLU á borðinu til þess að gera vart við sig ef hana vantar aðstoð. Hún á ekki eftir að geta sofið í nótt því hún á allt eins von á því að aðrir sjúklingar þurfi að gera þarfir sínar þar sem hún liggur. Við höfum áhyggjur af því að þetta áfall verði til þess að ástand hennar versni aftur því svona breyting á umhverfi getur orðið til þess.“Dóra lá enn inni á salerninu í morgun en systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í dag.Mynd/Aðsend„Myndu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta?“ Berglind segir í samtali við Vísi í dag að enn sé óvíst hvenær, og þá yfir höfuð hvort, móðir hennar fái pláss inni á stofu. Fjölskyldunni hafi jafnframt verið tjáð að útskrift Dóru af spítalanum væri ekki í kortunum. „Þetta nístir mann í hjartað. „Þetta er bara svona,“ var sagt. Hún var farin að gráta þegar henni var rúllað inn á klósett í gær. „Hvað er í gangi, er þetta bara boðlegt?“ sagði mamma. „Nú er þetta búið, ég á eftir að deyja hérna í nótt.“ Og henni finnst þetta svo mikil óvirðing,“ segir Berglind. Dóra lá enn þá inni á salerninu þegar systir Berglindar vitjaði hennar í morgun og segir Berglind að ástand móður þeirra fari versnandi.Anna Sigrún Baldursdóttir.Vísir/GVA„Systir mín er hjá henni núna og hún er komin aftur í ruglástand elsku kellingin okkar. Ekki heil brú í neinu sem hún segir. Hún grét sig í svefn í gærkvöldi og var meðvituð um allt sem var að gerast. Síðasta sem hún sagði var hvort að ráðherrarnir myndu láta bjóða sér þetta! Hún er bara með þvílíkar ranghugmyndir og veit ekkert hvar hún er.“ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, hafði frétt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir spítalann harma að umræddur sjúklingur búi við slíkan aðbúnað. „Við hörmum að það þurfi að grípa til svona úrræða og gerum allt til að stytta tímann sem fólk býr við svona aðbúnað. Þetta er ekki þjónustan sem við viljum bjóða,“ segir Anna Sigrún. „Þetta er hins vegar birtingarmynd þess ástands sem við búum við vegna skorts á hjúkrunarrýmum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Níutíu og tveggja ára móðir Berglindar Stefánsdóttur var lögð inn á öldrunardeild Landspítalans í gær. Ekki er pláss fyrir hana inni á hefðbundinni stofu heldur liggur hún í sjúkrarúmi inni á salerni. Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. Landspítalinn harmar að grípa hafi þurft til umræddra úrræða. Berglind vakti athygli á málinu í Facebook-færslu í gær. Þar sagði að móðir hennar, Dóra María Ingólfsdóttir, hafi verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi um þarsíðustu helgi eftir slæmt fall á heimili sínu. Í færslunni rekur Berglind innlögn og legu Dóru á Landspítalanum. Fyrir það fyrsta hafi skýrslan úr sjúkrabílnum glatast og ekki enn fundist. Þá hafi móðir hennar verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi og var þar í tvo daga á 10-15 manna stofu.Endurheimtu móður sína á lyflækningadeildinni Berglind segir ástand og aðstæður á bráðadeildinni hafa verið afar slæmar. Upplýsingaflæði milli starfsmanna hafi verið ábótavant, þannig að Berglind og systkini hennar þurftu sjálf að passa upp á að móðir þeirra tæki lyfin sín og fengi ekki sykurfall en hún er með sykursýki. „Hún var með næringu í æð og þegar pokinn kláraðist og slangan var orðin full af blóði, var okkur sagt að það væri ekki aðkallandi að setja annan poka, það væru aðrir sjúklingar veikari en hún!“Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir móður sína jafnframt hafa verið afar illa áttaða og ruglaða er hún lá inni á bráðadeild, auk þess sem hún kenndi mikilla verkja. Ekki hafi hins vegar fengist viðtal við lækni fyrr en löngu eftir innlögn á deildina. „Ég bað ítrekað um að fá að ræða við lækni út af ástandi hennar. Ég beið í 7 klst. og loksins kl. 01:00 eftir miðnætti náði ég tali af honum, 16 klst. eftir að hún lagðist inn.“ Á öðrum degi fékk móðir Berglindar svo pláss á lyflækningadeild og segir Berglind að þar hafi aðstæður verið mun betri. Í takt við það hafi ástand móður hennar batnað til muna. „Við endurheimtum hana,“ segir Berglind í samtali við Vísi og færir hún starfsfólki lyflækningadeildar kærar þakkir fyrir nærgætni og alúð í ummönnun móður sinnar.Grátandi inni á klósetti með kúabjöllu Í gærkvöldi var móður Berglindar og aðstandendum hennar tilkynnt að hún yrði flutt yfir á öldrunardeild þar sem annar sjúklingur þyrfti plássið hennar á lyflækningadeild. Á öldrunardeildinni var hins vegar ekki laust rúm inni á stofu og var móður Berglindar því komið fyrir inni á salerni á deildinni. „Þegar þangað kom var ekkert pláss fyrir hana þar og var hún því sett inn á salerni og verður þar næstu nætur eða þangað til rúm losnar. Á daginn fær hún að dúsa á ganginum því nota þarf salernið fyrir böðun og annað,“ skrifar Berglind. „Nú liggur hún, 92 ára, grátandi inni á klósetti með KÚABJÖLLU á borðinu til þess að gera vart við sig ef hana vantar aðstoð. Hún á ekki eftir að geta sofið í nótt því hún á allt eins von á því að aðrir sjúklingar þurfi að gera þarfir sínar þar sem hún liggur. Við höfum áhyggjur af því að þetta áfall verði til þess að ástand hennar versni aftur því svona breyting á umhverfi getur orðið til þess.“Dóra lá enn inni á salerninu í morgun en systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í dag.Mynd/Aðsend„Myndu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta?“ Berglind segir í samtali við Vísi í dag að enn sé óvíst hvenær, og þá yfir höfuð hvort, móðir hennar fái pláss inni á stofu. Fjölskyldunni hafi jafnframt verið tjáð að útskrift Dóru af spítalanum væri ekki í kortunum. „Þetta nístir mann í hjartað. „Þetta er bara svona,“ var sagt. Hún var farin að gráta þegar henni var rúllað inn á klósett í gær. „Hvað er í gangi, er þetta bara boðlegt?“ sagði mamma. „Nú er þetta búið, ég á eftir að deyja hérna í nótt.“ Og henni finnst þetta svo mikil óvirðing,“ segir Berglind. Dóra lá enn þá inni á salerninu þegar systir Berglindar vitjaði hennar í morgun og segir Berglind að ástand móður þeirra fari versnandi.Anna Sigrún Baldursdóttir.Vísir/GVA„Systir mín er hjá henni núna og hún er komin aftur í ruglástand elsku kellingin okkar. Ekki heil brú í neinu sem hún segir. Hún grét sig í svefn í gærkvöldi og var meðvituð um allt sem var að gerast. Síðasta sem hún sagði var hvort að ráðherrarnir myndu láta bjóða sér þetta! Hún er bara með þvílíkar ranghugmyndir og veit ekkert hvar hún er.“ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, hafði frétt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir spítalann harma að umræddur sjúklingur búi við slíkan aðbúnað. „Við hörmum að það þurfi að grípa til svona úrræða og gerum allt til að stytta tímann sem fólk býr við svona aðbúnað. Þetta er ekki þjónustan sem við viljum bjóða,“ segir Anna Sigrún. „Þetta er hins vegar birtingarmynd þess ástands sem við búum við vegna skorts á hjúkrunarrýmum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira