Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári síðan. Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23