Erlent

Þeir sem búa við kulda og myrkur líklegri til að drekka meira

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birta og hitastig hefur áhrif á drykkjuvenjur fólks samkvæmt nýrri rannsókn.
Birta og hitastig hefur áhrif á drykkjuvenjur fólks samkvæmt nýrri rannsókn. vísir/getty
Fólk sem býr í köldu loftslagi og við minna sólarljós er líklegra til að drekka meira að því er ný rannsókn leiðir í ljós.

Rannsóknin, sem gerð var í Bandaríkjunum, sýnir fylgni á milli meðalhitastigs, birtustunda og neyslu áfengis að því er fram kemur á vef BBC.

Gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHOW) frá 193 löndum voru nýtt í rannsókninni og sýna niðurstöðurnar að loftslag hafði áhrif á ofneyslu áfengis og fleiri tilfelli lifrarsjúkdóma.

Einn af rannsakendum segir að um sé að ræða fyrstu rannsóknina sem sýni með skýrum hætti hvernig ofneysla áfengis og skorpulifur algengari á landsvæðum þar sem er kaldara og minna sólarljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×