
Heilbrigðismál

Biðlistar eru ekki bara tölur á blaði
Leifur Á. Aðalsteinsson bíður eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm. Það tók spítalann tvo og hálfan mánuð að svara hvort tilvísun hans væri móttekin. Hann fær viðtal við bæklunarlækni eftir fjóra til fimm mánuði.

Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba
Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.

Ráðherra segir óásættanlegt að þurfa að senda sjúklinga út
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að verið sé að senda sjúklinga til útlanda. Prófessor í félagsfræði segir það geta haft slæmar afleiðingar að dreifa liðskiptaaðgerðum á marga aðila.

Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun
Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að greiða innritunargjöld fyrir karlmenn sem fara í hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlar eru í námi eins og staðan er núna. Ísland er með eitt lægsta hlutfall karla í hjúkrun á öllum Vesturlöndum.

Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda
Ráðherra bíður tillagna fagráðs um framtíð skimana fyrir krabbameini áður en hún tekur afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að slík leit sé á forræði frjálsra félagasamtaka. Yfirlæknir á krabbameinslækningadeild segir að skimun

Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða
Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi.

Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina
Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar.

Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu
Vel miðar í baráttunni gegn lifrarbólgu C en á Vogi hafa 473 einstaklingar lokið lyfjameðferð við sjúkdómnum og eru læknaðir af smitinu. "Við erum á góðri leið með að ná markmiði okkar um útrýmingu,“ segir yfirlæknir á Vogi.

Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra
Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur.

Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára
Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð.

Segir myndband sýna börn sniffa gas í bústað með starfsmönnum meðferðarheimilis
Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag.

Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð.

Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort opna eigi sérstaka deild fyrir börn með margþættan vanda

Malín Brand með Parkinson
Fjölmiðlakonan fann fyrst fyrir einkennum fyrir tæpum fimm árum.

Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi
Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum.

Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi
Talskona Rótarinnar segir SÁÁ standa þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum, menntun ráðgjafa sé ábótavant og einblínt sé um of á vandann sem fíknisjúkdóm í meðferðarstarfi.

Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum.

„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“
Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna.

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls
Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring
Guðmundur Felixsson aðalvarðstjóri hefur leitað að hátt í 90 börnum á þessu ári.

Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu
Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna.

Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp
Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi.

Góður starfsandi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrátt fyrir uppsagnir
Í yfirlýsingu frá starfsmannafélagi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kemur fram að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsfólks.

Verkefnastjóri lyfjamála ekki hrifinn af viðhaldsmeðferðum
Verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis telur að hjálpa eigi fólki út úr lyfjafíkn frekar en að veita skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna standa á kaflaskilum. Stjórnvöld séu þátttakendur í samtalinu. Tillögur að aðgerðum vegna lyfjamisnotkunar verða kynntar í næsta mánuði.

HÍ beitir ekki viðurlögum vegna „aðfinnsluverðra vinnubragða“ Tómasar
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu.

Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Uppsagnirnar bárust fyrir páska.

Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum
Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.

Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum
Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir, telur aukningu á lífshættulegri ofneyslu lyfja.

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum
Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum
Sjö prósent aukning varð milli ára í ávísunum á sýklalyfjum til barna yngri en fimm ára. Mestu er ávísað á höfuðborgarsvæðinu og á nærliggjandi svæðum en langminnst á Norðurlandi og á Vestfjörðum.