Alls eru 66 einstaklingar í heimasóttkví á landinu vegna mislingafaraldursins en ekki hafa greinst fleiri smit. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er því fimm og vafatilfelli er eitt en hvert tilfelli hefur þannig áhrif á marga einstaklinga í nánasta umhverfi.
Frá þessu er greint á vef landlæknis. Sóttvarnalæknir fundaði í morgun með umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna.
Þar kom fram að ekki hafi fleiri greinst með mislinga en nokkrir einstaklingar hafa að lokinni bólusetningu greinst með væg einkenni sjúkdómsins vegna bólusetningarinnar. Ef ekki greinast ný tilfelli mislinga á landinu fyrir þann 26. mars næstkomandi eru yfirgnæfandi líkur á að mislingafaraldurinn hafi stöðvast.
Í heimasóttkví felst það að þeir einstaklingar sem hafa komist í tæri við einstakling sem hefur smitast af mislingum skulu halda sig heima frá degi sex eftir að þeir komust í tæri við hann og fram að degi 21.
Á sjöunda tug í heimasóttkví vegna mislinga

Tengdar fréttir

Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar
Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina.

Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit
Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri.

Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum