Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira