Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra. Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra.
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira