Evrópusambandið

Fréttamynd

„Skýr skila­boð“ Ís­lands og skilningur ESB en engar tryggingar

Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru at­burðir sem við höfum aldrei séð áður“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Um 44 prósent hlynnt inn­göngu í Evrópu­sam­bandið

Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Versta sem Ís­land gæti gert

„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. 

Skoðun
Fréttamynd

Saka Banda­ríkin um kúgun og svara fyrir sig

Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 

Erlent
Fréttamynd

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ís­land?

Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur. Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­togar ESB í­huga háa sekt á X og Musk

Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu

Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

ESB sagt í­huga að út­vatna lofts­lags­mark­mið sín

Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðar­öryggi að vera aðildar­ríki að Evrópu­sam­bandinu

Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Erlent
Fréttamynd

Danir kveðja konur í herinn

Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga að sleppa taumnum á NATO lausum

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykkti að hætta á­rásum á orkuinnviði

Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu breytingar á stjórnar­skrá Þýska­lands

Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Erlent
Fréttamynd

Öryggis­hags­munir Ís­lands í við­sjár­verðum heimi

Evrópu mun væntanlega stafa ógn af Rússum um ófyrirsjáanlega framtíð. Hver framvinda mála verður í Bandaríkjunum er erfiðara að spá um. Íslensk stjórnvöld og almenningur þurfa að vera við öllu búin og ræða um öryggishagsmuni landsins af yfirvegun en ekki fyrirframgefinni afstöðu manna til álitamála sem nú hafa gjörbreyst.

Umræðan
Fréttamynd

Utan­ríkis- og varnar­mál

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið og upp­lýsingalæsi

Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?

Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel.

Skoðun
Fréttamynd

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Skoðun