„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Páll Kristjánsson er lögmaður. Vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“ Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“
Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira