Icelandair

Fréttamynd

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði

Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu

Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Play nælir í sölu­sér­fræðing frá Icelandair

Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jens hættir hjá Icelandair

Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loft­­leiðir semja um flug til Kúbu og Suður­­skauts­landsins

Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins.

Viðskipti innlent