Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 20:01 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að félagið muni fara yfir með flugfélaginu Icelandair hvað olli því að flugvél félagsins losnaði af festingum og lenti á landgangi við Leifsstöð í gær. Vísir Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira