Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2022 16:41 Útlitið var kolsvart hjá Jóhanni Bergmann og fjölskyldu eftir að PLAY felldi niður flugverðina til Íslands. En betur fór en á horfðist. vísir/vilhelm/fb Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. Jóhann greinir frá hremmingum sínum og fjölskyldunnar á Facebook, en þau áttu bókaða flugferð heim til Íslands á mánudaginn. Það var með PLAY airlines en sú flugáætlun féll niður vegna veðursins sem geisað hefur á Íslandi undanfarna daga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Betur fór en á horfðist. Flugferð fyrir fimm átti að kosta 1.225 þúsund krónur Jóhann segist hafa fullan skilning á því en hann fái tölvupóst frá PLAY þar sem í raun séu þrír kostir í boði; að fá aðra flugferð en þá án endurgreiðslu, fulla endurgreiðslu eða inneignarbréf eða að fjölskyldunni verði fundin sæti flugvél annars flugfélags. Óvíst sé hins vegar um endurgreiðslu flugmiðans. Jóhann segist hafa farið í að endurbóka hjá PLAY en þá fundið þau fimm sæti sem vantaði 23. desember sem myndi þýða að þau myndu lenda að morgni aðfangadags og það væri varla ásættanlegt. En auk þess myndi þá falla til kostnaður vegna gistingar á hóteli sem hefði í för með sér verulegan aukakostnað. „Ég sendi þeim línu á messenger og því var svarað seint, en ok. Þar bjóðast þeir til að finna annað flug með öðrum og að ég fengi jafnvel endurgreitt en þó ekki víst,“ segir Jóhann á Facebook-síðu sinni. Þá segist Jóhann hafa athugað með Icelandair og þar hafi verðið á sætinu verið 245 þúsund krónur á haus. „Bara heim sem gerir samtals 1.225 þúsund krónur. Sem er glæpur,“ segir Jóhann. Aukið framboð sæta leiði til verðlækkunar En þá gerðist það að einn úr hópnum fór inn á vefsíðu Icelandair North America. „Og þar var verðið í heild um 400 þúsund sem ég keypti þannig að við komum heim á fimmtudagsmorgun. Svo þarf ég að eiga við Play um endurgreiðslu,“ segir Jóhann harla kátur með að hafa sloppið fyrir horn með þetta; hann nái í skötuna og getur haldið jólin án þess að vera í stresskasti með það allt. Vísir hafði samband við Icelandair og spurði einfaldlega hvort þessi mikli munur á verði flugmiða fengi staðist? Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, eigi verð að vera það sama hvort sem bókað er á Norður-Ameríku vefnum eða íslenska vefnum miðað við sömu ferðatilhögun. „Það sem gæti hafa gerst er einfaldlega að verðið hafi lækkað milli þess sem flugin voru skoðuð. Þessa dagana er mikið um tilflutninga á farþegum og sérstaklega erum við að færa tengifarþega sem áttu að millilenda í Keflavík yfir á önnur flugfélög. Þetta verður til þess að meira framboð verður á flugsætum og verð lækkar,“ segir í skriflegu svari Guðna. Ekki við Isavia að sakast heldur Icelandair Hörmungarsögur farþega sem lentu í hremmingum vegna veðursins og urðu til dæmis strandaglópar á Leifsstöð hafa hrannast upp. Þar hefur verið gagnrýnt harðlega slök upplýsingagjöf. Guðjón Helgason segir ekki við Isavia að sakast þó upplýsingagjöf til flugfarþega hafi verið í skötulíki, það hljóti að skrifast á reikning Icelandair.vísir/vilhelm Í Kastljósþætti í gær var farið yfir stöðuna sem kom upp og voru þeir þar til svara G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar og Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia, en það var einmitt á upplýsingakerfi þeirra sem upplýsingar til farþegar berast, eða nánar tiltekið í þessu tilfelli, berast ekki. Guðjón varpaði þeim bolta umsvifalaust til Icelandair, það væri þeirra að færa inn upplýsingarnar sem svo uppfærðust sjálfkrafa inn á upplýsingakerfi Isavia. Ekki væri því við Isavia að sakast. Raskanir höfðu áhrif á 24 þúsund farþega Vísir spurði Guðna hvernig það mætti vera að upplýsingagjöf hafi verið eins léleg og raun bar vitni, hvað klikkaði eiginlega? Guðjón hjá Icelandair segir að sætaframboð hafi veruleg áhrif á verð flugmiðans. „Við aðstæður sem þessar eru upplýsingar auðvitað mjög mikilvægar. Lokun Reykjanesbrautarinnar gerði okkur mjög erfitt fyrir og litlar upplýsingar að fá vegna þess að óljóst var um hvenær hægt væri að opna hana aftur,“ segir Guðjón og þannig virðist þetta komið í hring með það hvaðan upplýsingarnar áttu að berast. G. Pétur hjá Vegagerðinni hafi ekki verið á vaktinni, en hann sagði í áðurnefndum Kastljósþætti að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að við byggjum á Íslandi og ekkert væri við veðrið ráðið. Guðni segir að á meðan á lokun stóð hafi þau hjá Icelandair sent smáskilaboð og/eða tölvupóst til þeirra farþega sem voru inni í flugstöðinni á um þriggja til fjögurra klukkustunda fresti. „Það var hins vegar mjög strembið að sinna upplýsingagjöf á staðnum þar sem mjög fáliðað var í hópnum okkar vegna þess að starfsfólk komst ekki á flugvöllinn. Raskanirnar höfðu áhrif á um 24 þúsund farþega og núna eru yfir 90 prósent þeirra komin með nýja ferðaáætlun.“ Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Upplýsingatækni Neytendur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Jóhann greinir frá hremmingum sínum og fjölskyldunnar á Facebook, en þau áttu bókaða flugferð heim til Íslands á mánudaginn. Það var með PLAY airlines en sú flugáætlun féll niður vegna veðursins sem geisað hefur á Íslandi undanfarna daga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Betur fór en á horfðist. Flugferð fyrir fimm átti að kosta 1.225 þúsund krónur Jóhann segist hafa fullan skilning á því en hann fái tölvupóst frá PLAY þar sem í raun séu þrír kostir í boði; að fá aðra flugferð en þá án endurgreiðslu, fulla endurgreiðslu eða inneignarbréf eða að fjölskyldunni verði fundin sæti flugvél annars flugfélags. Óvíst sé hins vegar um endurgreiðslu flugmiðans. Jóhann segist hafa farið í að endurbóka hjá PLAY en þá fundið þau fimm sæti sem vantaði 23. desember sem myndi þýða að þau myndu lenda að morgni aðfangadags og það væri varla ásættanlegt. En auk þess myndi þá falla til kostnaður vegna gistingar á hóteli sem hefði í för með sér verulegan aukakostnað. „Ég sendi þeim línu á messenger og því var svarað seint, en ok. Þar bjóðast þeir til að finna annað flug með öðrum og að ég fengi jafnvel endurgreitt en þó ekki víst,“ segir Jóhann á Facebook-síðu sinni. Þá segist Jóhann hafa athugað með Icelandair og þar hafi verðið á sætinu verið 245 þúsund krónur á haus. „Bara heim sem gerir samtals 1.225 þúsund krónur. Sem er glæpur,“ segir Jóhann. Aukið framboð sæta leiði til verðlækkunar En þá gerðist það að einn úr hópnum fór inn á vefsíðu Icelandair North America. „Og þar var verðið í heild um 400 þúsund sem ég keypti þannig að við komum heim á fimmtudagsmorgun. Svo þarf ég að eiga við Play um endurgreiðslu,“ segir Jóhann harla kátur með að hafa sloppið fyrir horn með þetta; hann nái í skötuna og getur haldið jólin án þess að vera í stresskasti með það allt. Vísir hafði samband við Icelandair og spurði einfaldlega hvort þessi mikli munur á verði flugmiða fengi staðist? Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, eigi verð að vera það sama hvort sem bókað er á Norður-Ameríku vefnum eða íslenska vefnum miðað við sömu ferðatilhögun. „Það sem gæti hafa gerst er einfaldlega að verðið hafi lækkað milli þess sem flugin voru skoðuð. Þessa dagana er mikið um tilflutninga á farþegum og sérstaklega erum við að færa tengifarþega sem áttu að millilenda í Keflavík yfir á önnur flugfélög. Þetta verður til þess að meira framboð verður á flugsætum og verð lækkar,“ segir í skriflegu svari Guðna. Ekki við Isavia að sakast heldur Icelandair Hörmungarsögur farþega sem lentu í hremmingum vegna veðursins og urðu til dæmis strandaglópar á Leifsstöð hafa hrannast upp. Þar hefur verið gagnrýnt harðlega slök upplýsingagjöf. Guðjón Helgason segir ekki við Isavia að sakast þó upplýsingagjöf til flugfarþega hafi verið í skötulíki, það hljóti að skrifast á reikning Icelandair.vísir/vilhelm Í Kastljósþætti í gær var farið yfir stöðuna sem kom upp og voru þeir þar til svara G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar og Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia, en það var einmitt á upplýsingakerfi þeirra sem upplýsingar til farþegar berast, eða nánar tiltekið í þessu tilfelli, berast ekki. Guðjón varpaði þeim bolta umsvifalaust til Icelandair, það væri þeirra að færa inn upplýsingarnar sem svo uppfærðust sjálfkrafa inn á upplýsingakerfi Isavia. Ekki væri því við Isavia að sakast. Raskanir höfðu áhrif á 24 þúsund farþega Vísir spurði Guðna hvernig það mætti vera að upplýsingagjöf hafi verið eins léleg og raun bar vitni, hvað klikkaði eiginlega? Guðjón hjá Icelandair segir að sætaframboð hafi veruleg áhrif á verð flugmiðans. „Við aðstæður sem þessar eru upplýsingar auðvitað mjög mikilvægar. Lokun Reykjanesbrautarinnar gerði okkur mjög erfitt fyrir og litlar upplýsingar að fá vegna þess að óljóst var um hvenær hægt væri að opna hana aftur,“ segir Guðjón og þannig virðist þetta komið í hring með það hvaðan upplýsingarnar áttu að berast. G. Pétur hjá Vegagerðinni hafi ekki verið á vaktinni, en hann sagði í áðurnefndum Kastljósþætti að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að við byggjum á Íslandi og ekkert væri við veðrið ráðið. Guðni segir að á meðan á lokun stóð hafi þau hjá Icelandair sent smáskilaboð og/eða tölvupóst til þeirra farþega sem voru inni í flugstöðinni á um þriggja til fjögurra klukkustunda fresti. „Það var hins vegar mjög strembið að sinna upplýsingagjöf á staðnum þar sem mjög fáliðað var í hópnum okkar vegna þess að starfsfólk komst ekki á flugvöllinn. Raskanirnar höfðu áhrif á um 24 þúsund farþega og núna eru yfir 90 prósent þeirra komin með nýja ferðaáætlun.“
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Upplýsingatækni Neytendur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira