Sungu fyrir farþega sem sátu fastir í vél Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2023 21:46 Farþegar tóku vel í sönginn og bættust nokkrir við hljómsveit kvennanna. Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra. Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra.
Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira