
HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu hvað Neymar og Modrić gerðu þegar þeir skiptust á treyjum
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu mæta því íslenska í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi sem hefst í næstu viku.

Gestgjafarnir í vandræðum fyrir HM
Gestgjafar HM í sumar, Rússar, koma ekki sjóðandi heitir inn í mótið en þeim mistókst að vinna sjöunda leikinn í röð er liðið gerði 1-1 jafntefli við Tyrki í kvöld.

Aðeins tvær borgir slá við Reykjavík á HM í Rússlandi
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Rússlandi í næstu viku og í gær var lokafresturinn fyrir landsliðin 32 að tilkynna inn 23 manna leikmannahópa sína.

Sergio Ramos gerir grín að leikmönnum Liverpool: Salah gat alveg haldið áfram
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, var í viðtali við spænska blaðið AS í dag þar sem hann gerði hálfpart grín af vælinu í leikmönnum Liverpool og kennir Mohamed Salah sjálfum um meiðslin.

„Þú þarft að vera heppinn eða þekkja einhvern“
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska fótboltalandsliðsins, var heiðursgestur í Pepsi mörkunum í gær og þar tjáði hann sig meðal annars um möguleika íslenskra markvarða í dag að komast út í atvinnumennsku.

Ólafur Ingi: Þetta gefur þessum krökkum alveg rosalega mikið
Emil Hallfreðsson leiddi son Ólafs Inga Skúlasonar inn á völlinn á móti Noregi.

Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir
Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag.

Gaf besta vininum sínum rautt spjald og bauð honum síðan í afmælið sitt
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var heiðusrsgestur í Pepsi-mörkunum í gær þegar Hörður Magnússon og félagar gerðu upp sjöundu umferð Pepsi deildar karla.

9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum
Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006.

Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband
Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar.

Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli
Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum.

Gosdrykkjastríð milli strákanna okkar
„Við gleðjumst bara yfir því þegar menn ná góðum samningi við styrktaraðila, og því ekkert fúlir yfir því.“

Messi leikur við geit í nýju myndbandi
Margir eru á því að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma og því er kannski vel við hæfi að geit skuli koma við sögu í nýjustu auglýsingunni hans.

Jafnt hjá Ítalíu og Hollandi
Ítalía og Holland gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik sem leikinn var í þýskalandi í kvöld en bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik.

Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta.

Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri.

Heimakærir leikmenn í HM-hópi Sádanna
HM-hópur Sádi-Arabíu var tilkynntur í dag en athygli vekur að allir leikmenn liðsins spila í heimalandinu.

„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“
Stuðningsmenn annarra þjóða halda margir hverjir með Íslandi en ekki Hollendingar.

Coventry kemur enn á ný við sögu þegar BBC fjallar um íslenska fótboltalandsliðið
BBC hefur tekið saman myndband um íslenska fótboltalandsliðið í tilefni af komandi heimsmeistaramóti í Rússlandi.

Aron Einar: Öll tárin borguðu sig
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skrifar frábæran pistil á íþróttamannasíðuna The Players Tribune þar sem hann skrifar um sjálfan sig og íslenska landsliðið.

Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ
Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó.

Kompany fer með á HM | Ekkert pláss fyrir Benteke
Belgar tilkynntu HM-hópinn sinn í dag og hann er ógnarsterkur. Lið sem hefur alla burði til þess að fara langt á mótinu.

Menn frá Real Madrid, Barcelona, Atletico, Juventus, Liverpool, Inter og AC Milan í HM-hópi Króata
Króatar mæta með sterkt landslið á HM í Rússlandi sem hefst í næstu viku en Króatar eru í riðli Íslendinga og mæta okkar strákum í lokaleik riðilsions.

Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur.

10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir?
James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu.

Áhugi Mourinho kemur brasilíska landsliðsþjálfaranum ekki á óvart
Brasilíski landsliðsþjálfarinn var spurður út í fréttirnar af Fred og Manchester United.

Ekkert pláss fyrir Sane í þýska hópnum | Neuer fer til Rússlands
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti í dag 23 manna hópinn sinn fyrir HM í Rússlandi. Mesta athygli vekur að ekki er pláss í hópnum fyrir Leroy Sane, leikmann Man. City.

Kanu rændur í Rússlandi
Íslendingar sem eru á leiðinni til Rússlands virðast þurfa að passa sig á því að setja ekki of mikil verðmæti í töskurnar sínar.

Guerrero skoraði tvisvar í endurkomunni
Fyrirliði Perú, Paolo Guerrero, fagnaði því að vera kominn tímabundið úr lyfjabanni með því að skora í tvígang í sínum fyrsta leik síðan banninu var aflétt.

Ensku landsliðsmennirnir stukku ofan í á eftir sigur á Sviss
Framherjinn Rickie Lambert er í skemmtilegu viðtali við The Telegraph í dag þar sem hann talar um stundirnar með landsliðinu og hversu mikið leikmönnum leiddist á HM árið 2014.