9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 11:00 Wayne Rooney fór ósáttur af velli en leysti málin strax eftir leik. vísir/getty Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn