Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 19:00 Rafael Márquez í leik á móti Íslandi. Vísir/Getty Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira