Fótbolti

Menn frá Real Madrid, Barcelona, Atletico, Juventus, Liverpool, Inter og AC Milan í HM-hópi Króata

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Rakitic, Dejan Lovren, Luka Modric og Sime Vrsaljko eru allir á HM-hópi Króatíu.
Ivan Rakitic, Dejan Lovren, Luka Modric og Sime Vrsaljko eru allir á HM-hópi Króatíu. Vísir/Getty
Króatar mæta með sterkt landslið á HM í Rússlandi sem hefst í næstu viku en Króatar eru í riðli Íslendinga og mæta okkar strákum í lokaleik riðilsions.

Liverpool maðurinn Dejan Lovren komst í hópinn en Besiktas varnarmaðurinn Matej Mitrovic þarf hinsvegar að sætta sig við að setja heima.

Í þessum flotta leikmannahópi Króata eru leikmenn frá st+orum félögum eins og Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid, Juventus, Liverpool, Inter og AC Milan.

Fyrsti leikur Króata er á móti Nígeríu 16. júní en sama dag mætum við Íslendingar liði Argentínu.





23 manna HM-hópur Króatíu:

Markmenn: Danijel Subasic (Monaco), Lovre Kalinic (Gent), Dominik Livakovic (Dinamo Zagreb).

Varnarmenn: Vedran Corluka (Lokomotiv Moscow), Domagoj Vida (Besiktas), Ivan Strinic (Sampdoria), Dejan Lovren (Liverpool), Sime Vrsaljko (Atletico Madrid), Josip Pivaric (Dynamo Kiev), Tin Jedvaj (Bayer Leverkusen), Duje Caleta-Car (Red Bull Salzburg).

Miðjumenn: Luka Modric (Real Madrid), Ivan Rakitic (Barcelona), Mateo Kovacic (Real Madrid), Milan Badelj (Fiorentina), Marcelo Brozovic (Inter Milan), Filip Bradaric (Rijeka).

Sóknarmenn: Mario Mandzukic (Juventus), Ivan Perisic (Inter Milan), Nikola Kalinic (AC Milan), Andrej Kramaric (Hoffenheim), Marko Pjaca (Schalke), Ante Rebic (Eintracht Frankfurt).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×