Fótbolti

Aðeins tvær borgir slá við Reykjavík á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var vel tekið á móti strákunum í miðborg Reykjavíkur eftir EM 2016.
Það var vel tekið á móti strákunum í miðborg Reykjavíkur eftir EM 2016. Vísir/Getty
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Rússlandi í næstu viku og í gær var lokafresturinn fyrir landsliðin 32 að tilkynna inn 23 manna leikmannahópa sína.

Allar þjóðirnar 32 hafa gengið frá HM-hópunum sínum og nú er því orðið ljóst hvaða 736 leikmenn spila á HM í ár. Þegar allir leikmannahóparnir eru klárir er hægt að fara að taka saman allskonar skemmtilega og fróðlega lista.

Meðal annars eru menn búnir að finna út í hvaða borgum flestir leikmenn eru fæddir og þar eigum við Íslendingar fulltrúa meðal skilvirkustu borga.

13 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins eru nefnilega fæddir í Reykjavík samkvæmt skráningunnni hjá FIFA og það skilar höfuðborginni upp í þriðja sætið á umræddum lista.

Það eru aðeins Panama City og Lima í Perú sem eru ofar. Átján liðsmenn Panama eru fæddir í höfuðborg þeirra og sautján eru fæddir í höfuðborg Perú.

Næst á eftir Reykjavík er  Montevideo í Úrúgvæ og í fimmta sætinu er San José í Kosta Ríka.

Hér fyrir neðan má sjá þennan fróðlega topplista.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×