Hús og heimili

Fréttamynd

Al­vöru kósýkvöld með frá­bærum af­sláttum, gleði og góðri stemningu

Kósýkvöld Vogue verður haldið miðvikudagskvöldið 5. nóvember í versluninni Vogue fyrir heimilið, Síðumúla 30 í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri. Gleðin stendur yfir frá kl. 18 til 21 og verður boðið upp á frábæra afslætti af næstum öllum vörum, happdrætti, lifandi tónlist og léttar veitingar. Þetta er fullkomið tækifæri til að byrja á jólagjafainnkaupunum eða einfaldlega til að fá innblástur og skapa hlýju og notalegheit fyrir veturinn heima.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stíl­hrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heið­mörk

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna bjarta 120 fermetra íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og innréttuð af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræði ræður ríkjum. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eitt glæsi­legasta hús Reykja­víkur til sölu

Við Öldugötu í miðborg Reykjavíkur stendur tæplega 400 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1927. Húsið er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi og telst eitt glæsilegasta og virðulegasta hús borgarinnar. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tíu fer­metrar og fagur­rautt

Við Norðurgötu í Tjarnabyggð, í sveitarfélaginu Árborg, stendur sextíu fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1894. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og var flutt í Tjarnabyggð árið 2023. Ásett verð er 61,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

For­ljót grá hús

Er ekki nóg að veðrið, göturnar, gangstéttirnar, bílarnir, fötin og húsgögnin séu grá, þurfa húsin að vera það líka eða er markmiðið að gera borgina eins ljóta og hægt er?

Skoðun
Fréttamynd

Inn­lit: „Ég bý í draumahúsinu“

Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu.

Lífið
Fréttamynd

Nóa-Siríus fjöl­skyldan fyrr­verandi selur súkkulaðihöll

Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus.

Lífið
Fréttamynd

Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnar­nesi

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október.

Lífið
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð keyptu par­hús í Hafnar­firði

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Eig­endur Tripical keyptu glæsihæð við Nes­veg

Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

Lífið
Fréttamynd

Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna

Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jafet Máni selur í­búð með ræktarsal

Jafet Máni Magnúsarson, leikari og flugþjónn, hefur sett íbúð við Skipholt í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir.

Lífið