Lífið

Sex hundruð ára kastali Björns í Frakk­landi svo gott sem klár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn er mjög sáttur með útkomuna.
Björn er mjög sáttur með útkomuna.

Í síðustu tveimur þáttaröðum hefur Gulli Byggir fylgst með lygilegum framkvæmdum í Suður-Frakklandi. Arkitektinn Björn Björnsson fjárfesti í kastala árið 2023, eign sem var byggð árið 1435.

Björn er búsettur á Manhattan í New York. Björn flutti frá Íslandi þegar hann var sautján ára og hefur búið erlendis allar götur síðan þá.

Gríðarlegar framkvæmdir hafa staðið yfir í kastalanum síðustu tvö ár og fór kostnaðurinn fram úr áætlun eins og Björn segir sjálfur. Upphaflega byrjaði Björn að leita sér að kastala fyrir um sjö til átta árum en loksins fann hann eign sem hentaði.

Framkvæmdum er ekki alveg lokið en í raun alveg á lokametrunum. Eignin er lygilega falleg eins og sjá má hér að neðan. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Sýn+ þar sem sjá má enn ítarlegri lokaútkomu í umfjöllun Gulla um kastalann í Frakklandi.

Klippa: Sex hundruð ára kastalinn í Frakklandi að verða klár





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.